11. mars. 2010 09:04
 |
Svanborg með hundana sína þrjá. Goði lengst til hægri. |
St. Bernhardshundurinn Goði, sem raunar heitir því langa ræktunarnafni Sankti-Ice Dancing on the Moon, hlaut fern verðlaun á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktunarfélags Íslands, sem haldin var dagana 27. og 28. febrúar sl. Eigandi Goða er Svanborg Frostadóttir á Akranesi. Goði, sem er að verða tveggja ára gamall og vegur nú 74 kíló, hlaut fyrstu verðlaun í flokki síðhærðra St. Bernhardshunda og varð í öðru sæti í tegundahópi tvö. Hann fékk sitt þriðja Íslandsmeistarastig og annað alþjóðameistarastig. Svanborg segir þetta jafngilda því að hann hafi verið 11. til 20. sæti af þeim 870 hundum sem tóku þátt í sýningunni. “Það eru bara um 30 hundar í landinu úr þessari ræktun frá Guðnýju Völu Tryggvadóttur í Mosfellsbæ bæði innfluttir frá Noregi sem og fæddir hér á landi. Ræktun Guðnýjar hefur náð miklum árangir og til dæmis var pabbi Goða stigahæstur allra hundategunda á hundasýningum árið 2007,” segir Svanborg.
Nánar í Skessuhorni vikunnar.