Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2010 10:01

Íbúðalánasjóður eignast margar íbúðir á hverjum degi

„Íbúðalánasjóður eignast 20-30 íbúðir á hverjum degi, flestar þessara íbúða hafa verið í eigu félaga sem ætluðu að leigja þær út eða selja en ekki svo margar í eigu einstaklinga,” sagði Guðmundur Bjarnason forstjóri Íbúðalánasjóðs á fundi hjá Lionsklúbbi Akraness, þar sem hann var gestur nýlega. Íbúðalánasjóður hefur í gegnum tíðina alltaf eignast eitthvað af íbúðum en þá hefur verið kappkostað að selja þær sem fyrst aftur. Sérstaðan nú er sú að markaðurinn er dauður og því getur sjóðurinn ekki komið íbúðunum í verð og varla í leigu heldur þótt honum sé það heimilt núna. Samtals eru það um 600 hundruð íbúðir sem sjóðurinn á um land allt. Flestar eru þær á Austurlandi eða ríflega 150 og þar af eru 60 á Reyðarfirði og 50 á Egilsstöðum. Fæstar íbúðir í eigu sjóðsins eru hins vegar á Vestfjörðum og næst fæstar á Norðurlandi vestra og Vesturlandi.

 

 

„Sjóðurinn á mjög margar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en við höfum kannski ekki eins miklar áhyggjur af því vegna þess að líkur eru á að losna við þær fyrr en aðrar. Í síðustu viku eignaðist sjóðurinn 30 íbúðir á Hvanneyri og nýlega eina blokk í Borgarnesi og við óttumst að þar fjölgi íbúðum í eigu sjóðsins mikið á næstunni. Þær eru líka æðimargar íbúðirnar á Akranesi, eitthvað um 25-30,” sagði Guðmundur.

 

Nánar er rætt við Guðmund Bjarnason í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is