11. mars. 2010 01:01
Á morgun, föstudaginn 12. mars kl. 20.00, verður Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar með tónleika í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Sveitin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því ætlunin er að leika tónlist úr kvikmyndaheiminum og kallast tónleikarnir “Velkomin í bíó.” Sýnd verða brot úr kvikmyndunum sem tengdar eru hverju lagi og má nefna myndirnar Star Wars, Indiana Jones, Lord of the Rings, Austin Powers, Batman og James Bond. Á tónleikunum fær Lúðrasveitin til liðs við sig nokkra hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri góða gesti sem spila með krökkunum.