Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2010 11:07

Sameining tveggja grunnskóla ákveðin í dag

Á fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar í fyrradag var lögð fram og samþykkt tillaga um hámarksfjölda nemenda í bekkjardeildum grunnskólanna í sveitarfélaginu. Byggir tillagan á grunni að úthlutun fjármagns til skóla í sveitarfélaginu samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var í janúar. Samkvæmt henni verða mest 22 nemendur í 1.-3. bekk í deild, í 4.-10. bekk verði mest 28 nemendur í deild. Í samkennsluhópum verði mest 22 nemendur í tveggja árganga samkennslu og 17 nemendur í þriggja árganga samkennslu. Jafnframt lagði fræðslunefnd til að viðmiði um viðbót vegna fjölmennra bekkja í reiknilíkani verði breytt á þann veg að veitt verður viðbótarframlag til bekkja sem hafa meira en 20 nemendur í hlutfalli við stærð bekkjanna.    

“Reglur um hámörk í bekkjum snúast um rammafjárveitingar sveitarfélagsins til skólanna. Það er hins vegar ekkert sem hindrar skólana í að skipuleggja starf sitt með öðrum hætti. Til dæmis gæti Grunnskólinn í Borgarnesi tekið upp samkennslu á hluta af 28 barna bekk með hluta af bekknum fyrir neðan, svo tekið sé dæmi,” sagði Torfi Jóhannesson formaður fræðslunefndar í samtali við Skessuhorn.

 

Á fundinum voru rædd ýmis mál er snerta grunnskólana frá og með næsta skólaári, svo sem þjónustu við námsráðgjöf og talmeinafræðings auk gjaldskrármála. Þá kynnt Páll S Brynjarsson sveitarstjóri samrunaáætlun Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar í einn skóla sem taki til starfa í ágúst 2010. Samþykkti fræðslunefnd þá áætlun og lagði til að Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur verði boðið starf skólastjóra hins nýja skóla. Einnig var samþykkt að stjórnskipulag verði þannig að við skólann verði skólastjóri og þrír deildarstjórar í stöðuhlutföllum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Jafnframt lagði fræðslunefnd áherslu á að úthlutað verði sérstöku fjárframlagi til að kaupa ráðgjöf. Einnig vinnu af starfsmönnum skólanna í sameiningarferlinu.

 

Fundargerð fræðslunefndar kemur til afgreiðslu sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðdegis í dag og verði hún samþykkt þar, sem allar líkur eru til, sameinast Varmalandsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar í ágúst næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is