Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2010 12:03

Framboðslisti Einingar í Hvalfjarðarsveit

Á félagsfundi Einingar í Hvalfjarðarsveit í gær var borin upp og samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hallfreður Vilhjálmsson oddviti mun áfram leiða listann. Helsta breyting frá núverandi lista er sú að Hlynur Sigurbjörnsson færist niður í sjöunda sæti, en var í öðru sæti. Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson færast upp um eitt sæti hvort en Björgvin Helgason verður í fjórða sæti, baráttusæti listans, og færist upp um tvö sæti frá síðustu kosningum. Björgvin er jafnframt formaður skipulags- og byggingarnefndar.

 

Framboðslistinn verður annars eftirfarandi:

 

 

 

1.         Hallfreður Vilhjálmsson

2.         Arnheiður Hjörleifsdóttir

3.         Stefán Ármannsson

4.         Björgvin Helgason

5.         Ása Hólmarsdóttir

6.         Sara Margrét Ólafsdóttir

7.         Hlynur Sigurbjörnsson

8.         Ragna Kristmundsdóttir

9.         Lára Ottesen

10.       Þórdís Þórisdóttir

11.       Ásgeir Kristinsson

12.       Guðmundur Gíslason

13.       Hallgrímur Rögnvaldsson

14.       Jón Valgeir Viggósson

 

Eining er hópur fólks sem bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Hvalfjarðarsveit fyrir fjórum árum undir nafni Sam-Einingar. Listinn náði afgerandi kosningu þá og fékk fjóra menn kjörna og þar með meirihluta í sveitarstjórn. “Sá 14 manna hópur sem myndar framboðslista Einingar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er sambland reyndra sveitarstjórnarmanna og nýrra einstaklinga sem búa yfir miklum krafti og áhuga á samfélagsmálum í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt samþykktum Einingar er tilgangur félagsins að stuðla að lifandi og gagnrýnni umræðu í Hvalfjarðarsveit um ýmis framfaramál er samfélagið varðar,” segir í tilkynningu frá Einingu.

Sameining
- 11.3.2010 12:32:43 Bara slá þessu bixi saman við Akranes. Eina vitið.
Bixi???
þetta er einmitt rétta hugarfarið ..... "bixi" ?? Greinilega mikil virðing fyrir nágrannasveitarfélaginu! Ætli það verði ekki bara eitt stórt Vesturlandssveitarfélag á endanum?
júmbi
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is