Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2010 01:28

Ræðukeppni á Bifröst

Sirrý afhendir Friðrik verðlaunin.
Ræðukeppni var haldin í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifröst í gær. Þátttakendur voru nemendur í lagadeild og viðskiptadeild skólans. Umræðuefnið var: "Að fara eða vera. Er grasið grænna hinum megin?" Sigurvegari varð viðskiptafræðineminn Friðrik P. Friðriksson en í öðru sæti Þorbjörg Gísladóttir. Keppnin heppnaðist vel og hefur verið ákveðið að hún verði árlegur viðburður á Bifröst héðan í frá. Keppnin var lokapunktur í átta vikna námskeiði sem nefndist “Framsækni til framtíðar.” Þar þjálfaði fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir (Sirrý) nemendur í samskiptafærni, ræðumennsku og fjölmiðlaframkomu. Í gegnum árin hafa mörg “félagsmálatröllin” útskrifast frá Bifröst. Margir Bifrestingar hafa látið að sér kveða í þjóðfélagsumræðunni, stjórnmálum og fyrirtækjarekstri. Keppnin og námskeiðið var liður í að halda í þá hefð, sagði Sirrý í samtali við Skessuhorn.

Til mikils var að vinna því sigurvegari fékk m.a. gistingu og kvöldverð á Hótel Holti í sigurlaun. Vinningurinn var vel við hæfi þar sem flestir keppendur voru á því að grasið væri ekki grænna hinum megin og niðurstaða nemenda var að ungt fólk ætti að taka afstöðu með Íslandi, standa saman og ganga í verkin hér á landi.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is