Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2010 07:04

Íþróttavakning í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Frá því um miðjan janúar hefur svokölluð Íþróttavakning staðið yfir í framhaldsskólum landsins og henni lýkur með mikilli hátíð og úrslitakeppni í Smáranum í Kópavogi þann 19. mars. Lokahnykkur Íþróttavakningarinnar fyrir úrslitakeppnina var í gær þegar farið var í hópgöngu frá skólahúsinu upp að Akraneshöllinni þar sem ýmiskonar sprell var í boði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir Íþróttavakningunni og er hún undir stjórn Þorgríms Þráinssonar. Tilgangurinn er að fá framhaldsskólanema til að hreyfa sig og hafa gaman af. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er meðal þátttakenda í Íþróttavakningunni og fyrirliði þar á bæ er Lóa Guðrún Gísladóttir.

Hún segir að í fyrra hafi skipulagningin verið í höndum stjórna nemendafélaga en það hefði ekki tekist vel og því hafi verið ákveðið núna að formenn nemendafélaga finndu sérstaka fyrirliða til að sjá um Íþróttavakninguna og þá einhverja sem ekki væru önnum kafnir í öðru félagsstarfi. Hún væri sú sem fengin hafi verið í fyrirliðastarfið hjá FVA.

 

“Ætlunin hjá okkur var að fá 100% þátttöku í það sem gert yrði og mæting hefur verið mjög góð. Við vorum t.d. með risa Tarzanleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu og þangað mættu um 350 manns en auðvitað eru alltaf einhverjir “sluksar” sem mæta ekki og laumast heim,” segir Lóa.

 

Fótboltastelpur og blaklið í úrslit

“Svo stóðum við fyrir innanhússfótboltamóti sem haldið var í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þangað komu lið úr öðrum framhaldsskólum og kvennaliðið okkar komst áfram í úrslitakeppnina sem verður í Smáranum en karlaliðið komst ekki áfram enda vorum við án okkar bestu manna sem voru að keppa með ÍA á sama tíma. Síðan tókum við þátt í blakkeppni blandaðra liða og við komumst í úrslit þar líka. Þannig að bæði blakliðið okkar og kvennaliðið úr fótboltanum verða í Smáranum 19. mars. Svo erum við núna komin með þátttakendur í sundkeppnina þar og leitum að keppendum í frjálsar íþróttir. Að vísu getum við ekki verið með okkar sterkasta lið í sundinu þar sem Íslandsmótið í sundi fer fram á sama tíma,” segir Lóa.

 

Körfuboltalið kvenna
- 14.3.2010 20:49:07 Það gleymdist að setja inn að körfubolta lið kvenna komst einnig áfram í úrslit.
Lóa Guðrún Gísladóttir
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is