12. mars. 2010 09:25
 |
Þau skipa sex efstu sæti listans. |
Á sameiginlegum fundi fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Borgarfirði og Mýrasýslu í gærkvöldi var tillaga uppstillinganefndar að framboðslista samþykktur með lófataki. Á listanum eru hlutföll kynja jöfn og blanda af reynslumiklu fólki og nýju. Oddviti listans verður áfram Björn Bjarki Þorsteinsson. Hann segir að þetta sé kröftugur hópur sem sé reiðubúinn til að vinna að málefnum Borgarbyggðar af heilindum og einhug. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þrjá fulltrúa í sveitarstjórn, en auk Björns Bjarka sitja í henni Torfi Jóhannesson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. Þau skipa nú heiðurssæti listans og nýtt fólk tekur stöðu í baráttusætum hans.
Listinn í heild sinni er þannig:
1. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og fors.sveitarstjórnar, Borgarnesi.
2. Dagbjartur Arilíusson, bifreiðasali, Steðja.
3. Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari, Borgarnesi.
4. Hulda Hrönn Sigurðardóttir, kennari og bóndi, Geirshlíð.
5. Eiríkur Jónsson, hugbúnaðarsérfræðingur, Borgarnesi.
6. Margrét G. Ásbjarnardóttir, kennari og doktorsnemi, Hvanneyri.
7. Sigurður Guðmundsson, rekstrarstjóri, Borgarnesi.
8. Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari, Ferjukoti.
9. Lee Ann Maginnis, háskólanemi, Bifröst.
10. Pálmi Þór Sævarsson, tæknifræðingur, Borgarnesi.
11. Íris Gunnarsdóttir, nemi, Borgarnesi.
12. Magnús B. Jónsson, prófessor, Hvanneyri.
13. Hildur Hallkelsdóttir, verslunarmaður, Borgarnesi.
14. Gísli Sumarliðason, skrifstofumaður, Borgarnesi.
15. Kolbrún Anna Örlygsdóttir, framkvæmdastjóri, Hvanneyri.
16. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi, Laugalandi.
17. Þórvör Embla Guðmundsdóttir, verslunarmaður og sveitarstj.maður, Björk.
18. Torfi Jóhannesson, verkefnastjóri og sveitarstj.maður, Hvanneyri.