Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2010 03:01

Úrslitatilraun gerð til að bjarga löskuðum erni

Í fyrrakvöld var sagt frá því í kvöldfréttum Stöðvar2 að farið var með laskaðan örn sem fangaður var í fyrrahaust við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í skurðaðgerð á dýraspítalanum í Víðidal. Örninn hefur verið í umsjá Húsdýragarðsins og Náttúrufræðistofnunar undanfarna mánuði. “Fuglinn var merkur sem ungi á hreiðri á Mýrum sumarið 2004 en heimilisfólkið í Bjarnarhöfn fann hann laskaðan við Bjarnarhafnarfjall undir lok september í fyrra. Starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands sóttu fuglinn og komu honum í hendur Kristins Hauks Skarphéðinssonar, arnarsérfræðings Náttúrufræðistofnunar Íslands,” segir á vef Náttúrustofu Vesturlands.

Fyrr í vikunni var farið með fuglinn í skoðun á dýraspítalann í Víðidal þar sem í ljós kom vökvafyllt kýli við vænglið, sem var tæmt og hreinsað. Síðan í haust hefur örninn dvalið í Húsdýragarðinum án þess að sýna umtalsverðar framfarir. “Því var ákveðið að láta dýralækni gera úrslitatilraun til að hjálpa erninum. Liðurinn var enn bólginn og við röntgenmyndun kom í ljós það sem virtist vera aðskotahlutur í liðnum. Skorið var á kýlið og liðurinn hreinsaður. Næstu daga verður örninn hafður á sýklalyfjakúr til að fyrirbyggja frekari sýkingu. Skemmdir gætu þó hafa orðið á liðnum svo óvíst er um batahorfur.”

Sjá nánar á www.nsv.is

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is