Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2010 09:40

Nýting aflaheimilda fyrri hluta fiskveiðiársins

Þorskafli íslenskra skipa á Íslandsmiðum í febrúar var 18.253 tonn og ýsuaflinn 6.555 tonn. Íslensk skip hafa á fyrri helmingi fiskveiðiársins veitt 93.551 tonn af þorski og er nýtingarhlutfallið 54,2% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var heildarþorskaflinn 79.915 tonn og nýtingarhlutfallið var þá orðið 46,7%. Ýsuafli er á fyrri helmingi fiskveiðiársins orðinn 34.189 tonn og hafa íslensk skip nýtt 43,7% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var ýsuaflinn nokkuð meiri eða 45.333 tonn og höfðu íslensk skip þá nýtt 42,7% af heildaraflanum en á síðasta fiskveiðiári var heildaraflamarkið 93.000 tonn en er nú 63.000 tonn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í frétt á vef Fiskistofu.

Krókaaflamarksbátar langt komnir með að fullnýta aflaheimildir í ýsu og löngu. Aflamarksskip hafa nýtt 59,7% af aflaheimildum sínum í þorski sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra þegar þau höfðu nýtt 47,3% af heimildum sínum. Nýtingarhlutfallið er einnig hærra hjá krókaaflamarksbátum á yfirstandandi fiskveiðiári. Krókaaflmarksbátar hafa nú nýtt 57% af þorskaflaheimildum sínum fyrstu 6 mánuði fiskveiðiársins. Á sama tíma í fyrra var nýtingarhlutfallið 44,2%. Það sem vekur helst athygli er að krókaaflamarksbátar eru langt komnir með að fullnýta aflaheimildir í löngu og ýsu. Nýtingarhlutfallið í löngu er komið í 95,8% en var á sama tíma í fyrra 66,5%. Nýtingarhlutfallið í ýsu er  komið 90,6% sem er svipað hlutfall og á sama tíma í fyrra.

 

Meiri heildarafli en á sama tíma í fyrra

 

Heildarafli íslenska flotans í febrúar mánuði var 106.691 tonn. Þetta er nokkuð meiri afli en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var 99.694 tonn. Botnfiskaflinn var 43.505 tonn sem er 3,9% minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 45.282 tonn.

Uppsjávaraflinn í febrúar var 62.785 tonn og samanstóð að mestu af loðnu sem var 54.970 tonn.  Síldaraflinn var 1.987 tonn. Þar af var afli úr norsk-íslenska síldarstofninum 1.472 tonn. Gulldepluaflinn var 5.701 tonn  og er heildaraflinn nú kominn í 23.909 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári en var á sama tíma í fyrra 32.951 tonn. Gulldeplan er ekki kvótabundin en sérstök tilraunaveiðileyfi útgefin af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þarf til veiðanna.

 

Aukning á úthafsrækjuafla

 

Afli í skel- og krabbadýrum var talsvert meiri í febrúar s.l. en á sama tíma í fyrra. Helst munar um úthafsrækjuafla sem var 339 tonn en á sama tíma í fyrra var aflinn einungis 4 tonn. Það sem af er fiskveiðiárs er úthafsrækjuafli íslenskra skipa orðinn 1.846 tonn en í fyrra var aflinn 327 tonn. Íslensk skip hafa því nýtt 21,0% af aflaheimildum sínum.  Humarvertíðin er ekki hafin en það sem af er fiskveiðiári hafa íslensk skip veitt 654 tonn samanborið við 188 tonn á sama tíma í fyrra. Íslensk skip hafa því nýtt 24,5% af aflaheimildum í humri en í fyrra einungis 7,8%.

 

Minna er landað sem undirmálsafli en á sama tíma í fyrra eða 1.478 tonn samanborið við 1.805 tonn á síðasta fiskveiðiári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is