15. mars. 2010 01:53
Fimm félagar úr Björgunarfélagi Akraness þreyttu á laugardaginn hluta af undanfaraprófi við Akraneshöfn en undanfarar eru nokkurs konar forystusauðir hverrar björgunarsveitar. Strengd var lína frá Sementsbryggju yfir á Akraborgarbryggju og hún höfð það slök að þeir sem fóru eftir henni gátu ekki komist alla leið nema skera sig lausa. Þaðan þurftu hinir verðandi undanfarar sveitarinnar að synda að Akraborgarbryggju. Kaldir og hraktir þurftu þeir síðan að leysa verkefni með aðstoð áttavita og korts þegar á bryggjuna var komið.