Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember 2014 10:26

Ég geri líka athugasemd

Vegna skrifa Hilmars Arasonar á Skessuhornsvefinn og í síðasta tölublað, sem reyndar hefur líka ratað inn á fésbókina, finnst mér ég knúinn að svara athugasemdum og áhyggjum Hilmars.

Ég er formaður Skotfélags Vesturlands sem er skotíþróttafélag og var stofnað þann 10. apríl 2012. Félagið er aðili að UMSB, ÍSÍ og Skotsambandi Íslands. Félagar í Skotvest losa rúmlega eitt hundrað manns sem mun vera óopinbert Íslandsmet í félagafjölda hjá svo ungu félagi. Nú þegar hefur félagið komið sér upp mjög myndarlegri inniaðstöðu sem er ein glæsilegasta skotíþróttaaðstaða innanhúss á Íslandi! Já, ég veit að þetta eru stór orð en þau eru sönn og við félagarnir erum mjög stoltir af þessari aðstöðu okkar einkum í ljósi þess að þetta hefur verið byggt upp af félögunum, bæði fjárhagslega og verklega án fjár styrkja frá sveitarfélaginu Borgarbyggð en sveitarfélagið útvegaði og leigir okkur húsnæðið í Brákarey sem við erum mjög þakklát fyrir.

 

 

Strax eftir stofnun félagsins fór af stað vinna sem fólst í því að fá úthlutuðu skotæfingasvæði hjá sveitarfélaginu. Í stuttu máli er búið að vísa okkur fram og til baka með svæði og er þessi staðsetning í landi Hamars sennilega fjórði staðurinn sem hefur verið skoðaður sem framtíðarstaður fyrir skotæfingasvæði. Þess skal getið að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti eftir álit byggðarráðs að þetta væri staðurinn fyrir okkur. Þá hefur Skipulagsstofnun farið yfir málið og varð niðurstaðan úr þeim könnunum jákvæð.

 

En þá að áhyggjum Hilmars

*Hilmar segir að það séu 150 metrar frá riffilbraut að fólkvangsmörkum. Skotæfinga svæðið yrði gyrt af og rækilega merkt og myndi ekki gera neitt annað en að liggja saman.

*Hilmar segir að það séu rúmir 1200 metrar í næstu íbúabyggð. Það er ekki rétt. Um 1500 metrar eru í næstu íbúðarhús og var haft samband við alla ábúendur sem voru búsettir í minna en tveggja kílómetra radíus frá fyrirhugðu skotsvæði og gerði enginn athugasemd við að fá þetta svæði á þessa staðsetningu. (Skv. könnun sem starfsmaður Borgarbyggðar tjáði að gerð hafi verið).

*Hilmar segir að það séu 600 metrar á milli riffilbrautar og göngustígs sem sé á milli Álatjarnar og Háfsvatns. Það á við frá miðbik skotbrautar, mun lengra frá skotstað.

Svona heldur Hilmar áfram að vitna í fjarlægðir sem eru skv. mínum gögnum ekki réttar. Og svo minnist hann á til “fróðleiks” að langdrægir rifflar dragi allt að 10.000 metrum! Mér er til efs að svo öflugur riffill sé til á Íslandi sem dregur 10.000 metra. Skv. stöðlum um hversu langt .308 win sem er sennilega algengasta stóra riffilcaliberið á Íslandi dregur (hættusvæði) eru tæpir 5000 metrar. Til þess að ná þeirri drægni þarf að miða rifflinum 45° upp í loftið og þá lendir kúlan um 4600 metra í burtu og er þá búinn að tapa nánast öllum slagkrafti og hraða.

Þá telur Hilmar að mikill kostnaður muni falla á sveitarfélgið vegna veglagningar að skotsvæðinu. Það er ekki rétt. Það rétta er að það er vegur að þeim stað þar sem skotsvæðinu er ætlað að vera. Bygginga fyrirtækið Loftorka og fiskvinnslan Hátindur eru með geymslusvæði nánast á sama stað og myndi sá vegur nýtast okkur. En þess skal getið að á gamla haugasvæðinu er ráðgert af hálfu sveitarfélagsins að koma upp jarðvegslosunarsvæði og mun þá verða farið í vegagerð og færslur á reiðvegum alveg óháð hvort skotsvæðinu verði fundinn staður þarna í Hamarslandi eða ekki.

Ég vil bara minna á þá staðreynd að Skotvest er búið að byggja upp inniaðstöðu sem var mjög kostnaðarsöm en félagið er skuldlaust og munum við einnig stefna að því að byggja útiaðstöðu á okkar eigin reikning, en munum að sjálfsögðu sækja um þá styrki sem í boði eru rétt eins og önnur íþróttafélög í sveitarfélaginu.

Skotsvæðum eru settar mjög strangar reglur til þess að fá starfsleyfi, eins og svæðið hefur verið teiknað inn á það land sem um ræðir. Verður skotstefnan frá suðri til norðurs þannig að aldrei verður skotið í átt að Einkunnum, skátaskálanum Flugu, hesthúsahverfinu eða að neinni íbúabyggð (sjá mynd) og finnst mér sú umræða að fólki geti stafað hætta af því að vera í nágrenninu mjög óvægin og ósanngjörn. Það er nú einu sinni þannig að aðeins er heimilt að skjóta eftir fyrrnefndri braut og munu kúlurnar þá enda í svokölluðum “böttum” við enda brautar og munu skot ekki fara út fyrir hið afgirta svæði og til að lágmarka hljóðmengun mun verða skotið úr húsi/skýli sem yrði umlukið hljóðmön ( sjá mynd) og með gróðursetningu trjáa og runna. Þá myndi vera opið á fyrirfram ákveðnum tímum.

 

 

Fordæmi

Á Akranesi er skotsvæðið staðsett um 1600 metra frá hesthúsahverfinu að Æðarodda og nálægt vinsælli gönguleið á Akrafjall. Samkvæmt mínum upplýsingum berast hvorki lögreglu né Akraneskaupstað nokkurn tímann kvartanir vegna skothvella þaðan. Þá eru skotsvæði á Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri í nágrenni við íbúðabyggð og/eða útivistarsvæði og gengur sambúðin vel samkvæmt mínum heimildum.

Það er okkar ósk í stjórn Skotvest að fólk mæti okkur með opnum hug og fordómalaust og hlusti á það sem við höfum að segja. Við viljum ekki standa í illdeilum og ætlum að vanda til allra verka, rétt eins og við höfum gert hingað til. En það skal hafa í huga að á landsmótum ungmennafélaga, hvort sem er unglingalandsmót eða fyrir fimmtíu plús, er keppt í skotíþróttagreinum og hefur UMSB sóst eftir að halda slík mót í héraðinu á komandi árum.

 

Fyrir hönd stjórnar Skotfélags Vesturlands,

Þórður Sigurðsson.

 

Hér má sjá uppdrátt yfir skotæfingasvæðið.

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is