Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember 2014 14:37

Svar við athugasemdum Þórðar

Þakka þér fyrir greinina Þórður.

Ég er sammála að þér að Skotvest er öflugt félag sem hefur staðið vel að uppbyggingu félagsaðstöðu sinnar í Brákarey og öflugs félagsstarfs. Það er til fyrirmyndar. Ég er ekki að gera lítið úr þeirra starfsemi. Það kemur skýrt fram í grein minni að ég tel mikilvægt að komið verði upp aðstöðu fyrir okkur byssueigendur og skotveiðimenn þar sem við getum æft okkur og til að tryggja að það sé boðleg aðstaða þegar UMSB fer að halda landsmót UMFÍ. Ég færi málefnaleg og haldbær rök, fyrir því að þessi staðsetning á skotæfingasvæðinu er slæm og óásættanleg.

 

 

Þegar ég skrifaði greinina þá hafði ég lýsinguna til hliðsjónar og hef ekki fyrr séð þessa teikningu sem þú birtir með þinni grein Þórður, takk fyrir hana. Ég sakna þess í lýsingunni að ekki fylgi með fleiri teikningar, þar sem þær virðast vera til. Ég sakna þess líka að í lýsingunni er hvergi minnst á hið öfluga skátafélag okkar Borgnesinga, skátaskálann þeirra Flugu í fólkvanginum Einkunnum og starfsemi þeirra þar.

 

Þú gerir nokkrar athugasemdir við fullyrðingar mínar og langar mig til að leiðrétta leiðréttingar þínar Þórður.

 

1.         Í lýsingunni kemur fram að það eru 150 m frá skotbraut að fólkvangsmörkum, fyrsta og eina fólkvangi Vesturlands. Það stendur óhaggað. Í lýsingunni er hvergi nefnt að Skotæfinga svæðið yrði gyrt af og rækilega merkt, mér finnst það ekki skipta máli þar sem girðingar hindra ekki að hljóð berist frá skotæfingunum en halda vonandi börnum frá svæðinu.

2.         Þú segir að það sé ekki rétt hjá mér að það séu rúmir 1200 m í næstu íbúðarbyggð. Það er rétt hjá þér og þarna höfum við báðir rangt fyrir okkur. Í lýsingunni stendur að Hesthúsahverfi Borgarness, reiðhöll og gróðrarstöðin Grenigerði eru um 300 m sunnan við svæðið. Það er búið í Grenigerði. Ég hafði Lækjarkot í huga þegar ég skrifaði mína grein. Í lýsingunni stendur Íbúðarhús eru á Lækjarkoti fyrir austan svæðið og á Kárastöðum fyrir sunnan það í um 1,2 km fjarlægð. Samkvæmt mínum mælingum er Lækjarkot rúma 1200 m frá skotæfingasvæðinu. Ég stend við það. Þar er íbúðarbyggð og öflug starfsemi. Lækjarkot er sannkallað frumkvöðlasetur þar er vélaverkstæði, lista gallerý og þar er rekin vinsæl ferðaþjónusta. Það er rétt að starfsmaður Borgarbyggðar hafði samband við ábúendur í Lækjarkoti og kynnti lauslega fyrir þeim tillöguna í gegnum síma, ábúendum voru ekki sýnd nein gögn. Þau sögðu honum að þau væru alfarið á móti þessari framkvæmd og að hún kippti undan þeim fótunum. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem sækja þau heim. Skotæfingar fara fram á kvöldin, á frídögum og um helgar þegar flestir gestir eru hjá þeim sem vilja njóta íslensku kyrrðarinnar. Slæmt orðspor er fljótt að spyrjast út í nútímanum. Þessi boð virðast ekki hafa skilað sér til réttra aðila. Það er slæmt.

3.         Ég stend við það að það eru 600 m frá skotstað að gönguleiðinni Álatjörn – Háfsvatn. Sú mæling mín er frekar van áætluð heldur of, það eru tæpir 600 m þarna á milli.

4.         Svo er það með langdrægni riffla. Það var vanur skotveiðimaður sem gaf mér þessa tölu, hann stendur við orð sín en það er rétt að slíkir riffllar eru sjaldgæfir hér á landi. Eftir að hafa farið í gegnum nokkrar byssubækur þá sýnist mér að drægni veiðiriffla (.308 cal) vera um 4500 m, lítilla markriffla (.22 cal) 1500 m og haglabyssna 250 til 750 m, það fer allt eftir tegund skota.

5.         Mér finnst drægni byssanna ekki vera aðalmálið heldur hávaðinn sem af þeim hlýst sbr. fyrri grein mína:

Það munu heyrast skothvellir frá æfingasvæðinu sem koma til með að skerða náttúruupplifun fólks í fólkvanginum og fæla fólk frá því að koma í fólkvanginn til að upplifa kyrrð, fuglasöng og náttúruhljóð. Ég óttast að skothljóðin komi einnig til með að fæla fugla af svæðinu en það hefur verið merkjanleg aukning í fjölda fugla sem sækja í fólkvanginn í ætisleit og til varps.

Þeir sem stunda skotæfingasvæðin þurfa að hlífa heyrn sinni og mælt er með því að þeir noti heyrnarhlífar. Af þeim sökum vitnaði ég til þess hve stutt er frá skotæfingasvæðinu að fólkvanginum (150 m sbr. lýsingu), vinsælum gönguleiðum (600 m) og reiðvegi (800 m). Það heyrast háværir skothvellir frá skotæfingasvæðum. Það háværir að fólk sem hefur verið að njóta útivistar í nágreni þeirra, s.s. í reiðtúrum, gönguferðum eða í golfi hefur þurft frá að hverfa, reyndar án þess að tilkynna það lögreglu. Þau skotæfingasvæði sem þú vitnar til Þórður eru lengra frá útvistarsvæðum en hér um ræðir (150 m frá eina fólkvangi Vesturlands). Versta auglýsingin er orðsporið og það er fljótt að spyrjast út í netheimum nútímans.

6.         Ég vissi ekki betur en sveitarfélög bæru kostnað af uppbyggingu íþróttamannvirkja og félagsmenn kæmu að uppbyggingu þeirra með myndarskap meðal annars með sjálfboðavinnu sbr. þegar íþróttahúsið í Borgarnesi var byggt, Skallagrímsvöllur, reiðhöllin og golfvöllurinn í Borgarnesi. Mannvirki sem að langstærstum hluta voru fjármögnuð af opinberu fé og mikilli elju og dugnaði félagsmanna. Ég átti satt best að segja von á að eins yrði staðið að málum varðandi þetta íþróttamannvirki. Er það ekki annars?

7.         Varðandi vegamálin að svæðinu þá verð ég að leiðrétta þig Þórður. Í dag liggur vegurinn að Bjarnhólum í gegnum „haftið”, en það verður að loka honum með girðingu og læstu hliði. Þar verður ekki ekið í gegn eftir að starfleyfi fyrir urðunarstaðinn tekur gildi. Önnur leið er ekki til inn á svæðið þar fyrir ofan. Því þarf að finna nýtt vegstæði miðað við núverandi skipulag. Vegurinn frá haugunum og upp að „fisksala leiðinni” og geymslusvæði Loftorku er ekki fær almennum bílum. Þannig að ef það verður aukin starfsemi á svæðinu þá þarf að gera veginn upp sem liggur frá urðunarstaðnum og lengra upp eftir. Það þarf að gera nýjan veg frá beygjunni efst við urðunarsvæðið og niður að veginum sem liggur frá þjóðvegi og upp að klettunum við urðunarsvæðið. Það þarf því að leggja nýjan veg í gegnum mýrasund og holt, sem kostar ekki undir 20 milljónum.

Að lokum vil ég ítreka fyrri orð mín. Ég trúi ekki öðru en sveitarstjórn Borgarbyggðar geti í góðu samstarfi við íbúa sveitarfélagsins fundið æfingasvæði fyrir okkur byssueigendur og skotveiðimenn til æfinga sem sátt ríkir um. Það er brýnt að við byssueigendur fáum slíka aðstöðu. Það mun aldrei ríkja sátt um skotæfingasvæðið á þessum stað.

 

Hilmar Már Arason

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is