Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
1. desember 2014 09:45

Vegna skotæfingasvæðis og Einkunna

Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið svargrein Hilmars Arasonar við andsvari Þórðar Sigurðssonar formanns Skotfélags Vesturlands (Skotvest) þar sem Hilmar heldur áfram að velta sér upp úr tilbúnum áhyggjum af tortímingu alls lífs umhverfis fyrirhugað skotæfingasvæði ofan Bjarnhóla við Borgarnes. Hilmari verður tíðrætt um sig í áðurnefndum greinum sem íbúi í Borgarbyggð og sem byssueigandi og veiðimaður. Ég get ekki varist brosi við að hugsa til þess hvað hann er lítill karl að þora ekki að koma úr felum og opinbera sig sem slíkur því hann er einn af þremur einstaklingum tilskipuðum af hálfu Borgarbyggðar í umsjónarnefnd með Einkunnum. Í þeirri nefnd sitja auk hans Sigríður G Bjarnadóttir (hesteigandi) og Unnsteinn Elíasson. Ég vil benda þeim sem þessa grein lesa á að fara inn á heimasíðu Borgarbyggðar í fundargerðir og lesa síðustu fundargerð Umsjónarnefndar Einkunna en þar er fyrirhugað skotæfingasvæði tekið meðal annars fyrir og dregin upp dökk mynd af því og hefur nefndin miklar áhyggjur af væntanlegri blýmengun. Nú spyr ég sem ekki veit; hefur Hilmar „byssueigandi og veiðimaður“ ekki áhyggjur af blýmengun þegar hann heldur til veiða. Það sem veldur mér áhyggjum er sú múgæsing sem komin er í gang þar sem hver kjaftar upp í annan og fram eru setta fullyrðingar sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Og það nýjasta í stöðunni er undirskriftasöfnun einstaklinga gegn skotæfingasvæðinu sem ekki hafa haft fyrir því að kynna sér málið frá báðum hliðum og grípa til móðursýkislegra viðbragða líkt og gert var hér fyrr á öldum þegar fólk var brennt á báli fyrir engar sakir, nema kannski það að vera betur að sér en afdankaður lýðurinn.

 

 

Ég get heilshugar tekið undir áhyggjur Hilmars náttúruunnanda og annarra nefndarmanna Einkunna af tortímingu fugla- og dýralífs í Einkunnum. En það verður ekki af nábýli við Skotfélag Vesturlands og fyrirhugað æfingasvæði þess ofan Bjarnhóla. Heldur af völdum elds í gróðri. Því eins ótrúlega sem það hljómar þá stóð Umsjónarnefndin fyrir því að sett var upp eldstæði inni í grónu svæði með eldfim barrtré á alla kanta og á fólksvangssvæðinu er nánast ekkert eftirlit og er það af þeim sökum orðið vinsælt meðal unglinga á vorin og sumrin eftir böll að fara upp í Einkunnir, kveikja varðeld og halda áfram nætursvallinu og njóta þar lífsins og vímuefna í fljótandi formi og annars konar formi. Um það vitna umbúðir og tól sem hafa orðið á vegi mínum á þessum slóðum.

Og skemmst er að minnast þess að fyrir um tveimur árum síðan að vori til komið undir nótt, að hestamaður sem átti leið inn í Einkunnir tilkynnti um eld í gróðri á byrjunarstigi. Fyrir árverkni hanns tókst slökkviliði að einangra eldinn og ráða niðurlögum hans. Þar var Umsjónarnefndin heppin og þökk sé árverkni þessa ágæta hestamanns að fólkvangurinn ásamt gróðri og dýralífi varð ekki eldi að bráð þarna um vornóttina með ófyrirséðum afleiðingum. Við skoðun slökkviliðs fór það ekki á milli mála að partý hafði verið í gangi, um það vitnuðu pylsuafgangar og umbúðir utan af guðaveigum og var glóð í eldstæði umsjónarnefndarinnar og upptök eldsins í gróðrinum þaðan komin.

Ég vil hvetja fólk til þess að kynna sér málið frá báðum hliðum og hrapa ekki að öfgafullum fullyrðingum sem ekki ekki eru studdar neinum rökum né skynsemi eins og því miður er gert. Ég vil í þeim efnum benda á að ofan við Akranes upp undir Akrafjalli er að finna æfingaaðstöðu Skotfélags Akraness, keppnisbraut fyrir mótorkross, reiðvegi og útivistarsvæði, og golfvöllur Golfklúbbsins Leynis er ekki langt undan. Allt er þetta þarna nærri hvert öðru í sátt og samlyndi og enginn hefur verið skotinn ennþá og dýralíf umhverfis er með ágætum er mér tjáð. Kannski er þessi aðlögunarhæfni og félagsþroski sem Akurnesingar sýna með þessu enn ein sönnun þess sem ég hef tekið eftir og hrifist af að þeir eru okkur miklu fremri, ekki bara á íþróttasviðinu heldur í öllu.

 

Með kveðju.

Bjarni K Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri, byssueigandi og íbúi í Borgarbyggð. 

 

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is