Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
2. desember 2014 12:45

Svar við grein Bjarna K Þorsteinssonar

Þakka þér fyrir greinina Bjarni.

Ég lít fyrst og fremst á mig sem íbúa Borgarbyggðar í þessu máli. Fljótlega eftir að ég flutti í sveitarfélagið, fyrir tæpum 30 árum, uppgötvaði ég þennan skógarreit og hef búið við þann munað að hafa aðgang að þessari paradís sem Einkunnir eru. Mér finnst sem íbúa það vera forréttindi að hafa aðgang að slíkri útivistarparadís svo stutt frá þéttbýli, getað stundað útivist, upplifað náttúruna og kyrrðina sem þar ríkir. Hvílt mig og safnað orku.

 

 

Við sem skipum Umsjónarnefnd Einkunna höfum kynnt okkur vel fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar og komið skoðunum okkar í réttan farveg á vettvangi sveitarfélagsins. Okkur þótti ekki rétt að tjá okkur í fjölmiðlum sem nefndarfólk. Ég er enn þeirrar skoðunar að það var rétt ákvörðun hjá okkur. Það er ekkert launungarmál hverjir skipa nefndir og ráð á vegum Borgarbyggðar, það er hægt að sjá vefsíðu sveitarfélagsins, eins fundargerðir nefndanna.

Þú spyrð hvort Hilmar byssueigandi og veiðimaður hafi ekki áhyggjur af blýmengun þegar hann heldur til veiða? Svarið er já, ég hef áhyggjur af henni. Til að koma í veg fyrir blýmengun þá fer ég mjög sjaldan til veiða og vanda til þeirra ferða. Auk þess er munur á því hvort verið að stefna fjölda fólks á lítið svæði til að skjóta eða fara út í náttúruna þar sem dreifingin á blýi er mun meiri.

Umræðuan fram að þessu um breytingu á aðalskipulaginu hefur verið mjög málefnaleg, án sleggjudóma og dónaskapar. Tilfinningar að mestu verið settar til hliðar. Einn góður maður sem hefur fylgst með umræðunni úr fjarlægð hafði orð á því, svo ég vitni beint í hann „Málefnaleg umræða og laus við tilfinningahitann sem oft vill flækjast fyrir í svona umræðum.“ Ég verð ekki var við múgæsinguna sem þú nefnir Bjarni. Þessar breytingar snerta marga sem hafa komið að uppbyggingu Einkunna síðustu 60 árin. Margir bera sterkar tilfinningar til Einkunna og vilja geta komið í þennan skógarreit og notið útivistar, náttúru og kyrrðar. Þessi breyting á aðalskipulaginu hefur fengið sterk viðbrögð enda stendur fólki ekki á sama um útivistarsvæðið sitt. Það hefur rétt til að gera athugasemdir við þær breytingar sem boðaðar eru. Allar þær athugasemdir sem ég hef séð fram að þessu, eru settar fram á sanngjarnan og málefnalegan hátt, lausar við móðursýki og dylgjur.

Það er rétt að innan fólkvangsins er eldstæði sem vinsælt er að nota. Umgengni um eldstæðið hefur verið til fyrirmyndar með undantekningum þó, það er rétt hjá þér Bjarni. Síðan fólkvangurinn var stofnaður fyrir rúmum átta árum höfum við merkt það þrisvar sinnum að illa hafi verið gengið um eftir að fólk hefur safnast þar saman. Fólk sem sækir fólkvanginn heim gengur undartekingar lítið vel um hann og það vel að margir gestir hafa haft orð á því. Ég fullyrði að fyrir þann tíma sem fólkvangurinn var stofnaður var verr gengið um svæðið og að innbrotum í skátaskálann hefur stórlega fækkað eftir stofnun fólkvangsins. Það er staðreynd. En alltaf má gera betur, sérstaklega í ljósi þess að gestum fer fjölgandi. Við deilum þessum áhyggjum með þér Bjarni með eldhættuna út frá eldstæðinu og höfum rætt um að koma upp grillaðstöðu í fræðslurjóðrinu í stað eldstæðisins. Sú ráðstöfun var komin í ferli fyrir skipulagsbreytingarnar í ráðhúsinu. Svo það komi fram og því haldið til haga þá hefur verið eftirlit með fólkvanginum frá upphafi. Nefndarmenn, umhverfisfulltrúi og fólk sem hefur verið við vinnu hefur sinnt því eftirliti sem m.a. hefur falist í því að halda svæðinu hreinu, þrífa salerni, tæma ruslatunnur, halda stígum opnum, stika göngustíga og leggja nýja. Það hefur verið tryggt tvö síðustu ár að það hefur verið farið að minnsta kosti tvisvar í viku í eftirlitsferðir yfir sumartímann og einu sinni í viku yfir vetrar tímann.

Það er rétt hjá þér að það kviknaði eldur í ruðningi við skurð sem liggur í norð-austur átt frá hestagerðinu, 30-40 m frá vegi sem liggur að hestagerðinu. Það var árvakur hestamaður sem rak augun í reyk sem steig upp frá ruðningnum. Þegar hann fór nær þá sá hann að bruninn var djúpt í jörðu, myndaði hringlaga munstur og í miðju hans var sígaretta. Viðkomandi hestamaður hringdi í mig og ég bað hann að hringja strax í slökkviliðið sem hann og gerði. Þið stóðuð ykkur afbragðs vel í að ráða niðurlögum þessa bruna. Eldsupptök voru ekki rakin til eldstæðisins í fræðslurjóðrinu.

Það er rétt hjá þér að það er margt sem nágranar okkar á Skaganum gera vel og er til fyrirmyndar. Þar eins og víðast hvar er ekki einhugur um skipulagsmál eða uppbyggingu mannvirkja. Skotæfingasvæðið þeirra er ekki 150 m frá útvistarsvæði eins og gert er ráð fyrir í þessum breytingum.

 

Hilmar Már Arason, íbúi í Borgarbyggð

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is