Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október 2015 13:40

Aukið val um búsetuform

Í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí 2015 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Meðal þess sem þar kom fram var að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög á þessu haustþingi. Endurskoðun á lögunum er í samræmi við tillögur verkefnisstjórnar félags- og húsnæðismálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skilað var í maí 2014. Stefnt er að því að auðvelda húsnæðissamvinnu-félögum að starfa á Íslandi og veita landsmönnum raunverulegt val um búsetuform. Þannig geta einstaklingar í auknum mæli valið á milli eignar-, leigu- og búsetuíbúða.

 

 

Aukin sérstaða

Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að búsetugjald geti miðast við heildarrekstrarkostnað félags í stað þess að miðast við kostnað af viðkomandi íbúð. Með þessu fá húsnæðissamvinnufélög aukið svigrúm til að skapa sér sérstöðu á húsnæðismarkaði með því að haga reglum sínum og rekstrarlíkani með þeim hætti sem best hentar hverju og einu félagi. Þannig eykst stuðningur til sjálfbærs reksturs húsnæðissamvinnufélaga sem eykur þar með húsnæðisöryggi búseturéttarhafa.

 

Réttarvernd búseturéttarhafa aukin

Auk þess að styðja við starfsemi húsnæðissamvinnufélaganna verður réttarvernd búseturéttarhafa aukin með því að hámark verði sett á fjárhæð búseturéttargjalds, í ljósi þess að búseturéttarhafi nýtur ekki sérstakrar tryggingar fyrir búseturétti sínum og þeim fjárhagslegu verðmætum sem honum tengjast. Þá getur búseturéttargjald að hámarki numið þriðjungi af markaðsvirði búsetuíbúðar.

Einnig er lagt út frá því að búseturéttur muni erfast við andlát búseturéttarhafa, sem ekki hefur verið, enda ljóst að veruleg fjárhagsleg verðmæti geta tengst búseturétti.

 

Við viljum stuðla að sjálfbærum og öruggum rekstri húsnæðissamvinnufélaga á sama tíma og við skýrum betur og tryggjum réttarstöðu búseturéttarhafa. Á Íslandi á fólk að hafa val um búsetuform; hvort það vill eiga, leigja eða vera hluti af húsnæðissamvinnufélagi. Með þessum breytingum færum við landsmönnum það val.

 

Elsa Lára Arnardóttir

Höf. er alþingismaður fyrir Framsóknarflokk í NV kjördæmi.

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is