Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október 2015 11:40

Nokkrir punktar um hausaþurrkun

Svo enginn misskilningur verði við lestur þessarar greinar skal það tekið fram í upphafi að sá er hana ritar telur löngu tímabært að bætt verði bæði vinnubrögð og húsakostur við hausaþurrkun á Akranesi.

 

Undanfarna mánuði hefur talsverð og magnþrungin umræða farið fram á Akranesi um stöðu hausaþurrkunar á Akranesi. Verkunaraðferðir hafa löngum sætt gagnrýni og ekki þarf glöggan mann til þess að sjá að húsakostur sá er notaður hefur verið við verkunina er ekki boðlegur enda heldur hann hvorki vatni, vindum og síðast en ekki síst fýlu.

 

En að hverjum snúast deilurnar nú? Að núverandi ástandi? Að mistökum liðinna ára? Nei aldeilis ekki. Að nýjum eigendum hausaþurrkunarinnar. Og af hverju? Ætla þeir að viðhalda gömlum vinnubrögðum? Nei aldeilis ekki. Þeir ætla að byggja fyrirtækið upp á ný. Stórbæta húsakost, gjörbylta vinnsluaðferðum og komast eins nálægt lyktarlausum rekstri og matvælavinnsla getur yfirhöfuð orðið.

 

Umræðan hefur komist í fjölmiðla og þar hefur ástandið verið málað afar sterkum litum. Skemmst er að minnast aðalfréttar RÚV í aðdraganda Írskra daga þar sem skilja mátti að ekki væri líft á Akranesi vegna skítafýlu. Hafa eflaust margir hætt við heimsókn í kjölfar þeirrar fréttar.

 

 

Réttur hvers borgara er að kvarta þegar ástand í umhverfismálum hefur farið úr böndum að mati hvers og eins. Slíkt mat er eðli málsins samkvæmt mjög einstaklingsbundið. Þess vegna er mjög fróðlegt að kynna sér opinber gögn um kvartanafjölda vegna margnefndrar hausaþurrkunar sem liggja fyrir.

Í gögnum er afhent voru bæjarfulltrúm á Akranesi á dögunum og eru öllum bæjarbúum tiltæk á heimasíðu bæjarins er listi yfir kvartanir vegna Laugafisks á árunum 2014 og 2015. Þar kemur margt athyglisvert í ljós einkum ef magnþrungin umræða liðinna mánaða er höfð í huga.

 

Á árinu 2014 bárust samtals 18 kvartanir. Af þessum 18 kvörtunum eru 12 þeirra frá sama húsi á Vesturgötu. Af þeim 6 sem eftir standa voru 3 þeirra frá sama húsi á Bakkatúni. Ein kom frá öðru húsi á Bakkatúni, önnur frá íbúa í Jörundarholti og að síðustu ein frá íbúa á Vesturgötu. Samtals eins og áður sagði 18 kvartanir.

 

Það sem af er árinu 2015 hafa borist 63 kvartanir þar af 58 þeirra eftir að hugmyndir komu fram um endurbætur við vinnsluna. Af þessum 63 kvörtunum komu 25 frá sama húsi á Vesturgötu. Ef horft er til gatna komu flestar kvartanir frá Vesturgötu eða 31 talsins og frá Bakkatúni bárust 23 kvartanir. Kvartanir bárust 47 daga það sem af er árinu. Athyglisverðast er þó að kvartanir hafa einungis borist frá 10 húsum á Akranesi. Má af þessu ráða að ástandið sé jafn herfilegt og á sumum má skilja? Dæmi hver sem vill.

 

Haraldur Ásmundsson

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is