Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október 2015 11:43

Hvað varð um peningalyktina og sementsrykið?

Flestar athafnir mannanna skilja eftir sig ummerki. Sum eru mjög sýnileg eins og mannvirki en önnur lítt sýnileg en engu að síður áhrifarík líkt og lyktarmengun,  sem í verstu útgáfum verður að fýlu. Meðal annars þess vegna fara menn að huga að skipulagsmálum. Ekki til þess að atvinnurekstur verði aðskilinn mannabyggð heldur þvert á móti til þess að lágmarka árekstra. Staðreyndin er nefnilega sú að maðurinn leitar í atvinnu og setur sig niður í nágrenni hennar. Þannig byggðist Akranes upp. Maðurinn leitaði í nálægð útgerðarinnar og fiskvinnslunnar með öllum þeirra kostum og göllum.  Sementsverksmiðjan var á sínum tíma reist í miðri íbúðabyggð. Ekki af mannvonsku heldur til þess að tryggja aðgengi að mannafla og samgöngum á sjó.

 

Á Akranesi hefur um langan aldur verið rekinn fiskimjölsiðnaður. Sá var nú lengst af lítt í húsum hæfur. Ekki vegna skeytingarleysis þeirra er það fyrirtæki ráku heldur vegna þess að ekki voru neinar lausnir í mengunarvörnum. Engum datt þó í hug að færa fiskimjölsverksmiðjur út í sveit fjarri mannabyggðum. Á allra síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir í tækni sem minnkað hefur mjög lyktarmengun frá mjölverksmiðjum og HB Grandi hefur verið þar í forystu.

 

 

Mengun af völdum Sementsverksmiðjunnar á fyrstu áratugum hennar í rekstri er eldri Skagamönnum í fersku minni. Með tækniframförum tókst að hefta þá mengun mjög.

Saga hausaþurrkunar á Akranesi er um margt sorgarsaga allt frá því að hún hófst 1987 með samþykki þáverandi bæjarstjórnar Akraness. Húsakostur hefur löngum verið lélegur og hráefni hefur verið sótt um langan veg, trúlega án þess að nægilega hafi verið hugað að meðferð og gæðum þess.

 

HB Grandi hf., sem árið 2013 keypti rekstur Laugafisks, hefur nú sótt um leyfi til þess að endurnýja vélbúnað, húsakost og byggja upp vinnslu félagsins á einum stað. Eitt af höfuðmarkmiðum breytinganna er að reksturinn verði í sátt og samlyndi við íbúa Akraness líkt og gert hefur verið í öðrum rekstri félagsins. Bæjarstjórn Akraness hlýtur og verður að samþykkja þetta framfaraskref. Spor fyrirtækisins í umhverfismálum á síðustu árum hræða ekki. Þvert á móti.

 

Rögnvaldur Örn Jónsson,

Garðabraut 31 Akranesi.

 

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is