Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október 2015 11:47

Skólameistari og hlutverk skólanefndar FVA

Það hefur verið mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands undanfarið. Fyrir nokkru var nýráðnum aðstoðarskólameistara sagt upp störfum. Mig langar að skýra út aðkomu skólanefndar að málinu. Skólanefnd er ráðgefandi nefnd. Þetta er ekki stjórn skólans.  Hún getur hvorki ráðið né rekið skólameistara. Það er Menntamálaráðuneytið sem gerir það. Nefndin á að aðstoða skólameistara í starfi og hafa samráð. En hún á líka að veita umsögn um umsækjendur um starf skólameistara. Þetta gerði nefndin fyrir ári síðan í aðdragandanum að því að Ágústa Elín Ingþórsdóttir var ráðin.

 

Ráðningarferlið

 

Eftir að starfsmenn Menntamálaráðuneytisins höfðu ítrekað verið minntir á að það þyrfti að ráða nýja skólameistara í stað Atla Harðarsonar kom loksins auglýsing á starfatorgi um haustið 2014 og í kjölfarið komu 6 umsóknir um stöðuna. Við fengum umsóknirnar í hendur til umsagnar frá ráðuneytinu.  Í fylgibréfi stóð: „Við það er miðað að umsögn skólanefndar sé byggð á fyrirliggjandi umsóknum og gögnum sem þeim fylgja“  og síðar:  „Ekki er gert ráð fyrir að skólanefnd kalli einstaka umsækjendur til viðtals eða afli sjálf upplýsinga hjá umsagnaraðilum um umsækjendur“*).  Við unnum samkvæmt þessu, og bárum saman umsóknir, en öfluðum ekki upplýsinga á annan hátt.  Það var samþykkt að Gylfi Þorkelsson og Ágústa Elín Ingþórsdóttir kæmu best út samkvæmt þeirri aðferðarfræði.  Niðurstaða nefndarinnar var að pappírar þeirra tveggja voru bestir, svo með því að gera áðurnefnda kröfu um vinnulag við ráðninguna, valdi ráðuneytið sjálft þá umsækjendur sem urðu efstir í umsögn nefndarinnar. Það var samt mjótt á mununum að aðrir væru taldir hæfastir. Nefndin taldi alla hæfa í svarinu til ráðuneytisins. Mér fannst að Gylfi væri með víðtækari stjórnunarreynslu en Ágústa. Mig grunaði að líkurnar á að hann yrði ráðinn væru mjög litlar.  Hann hafði verið framarlega í stjórnmálum fyrir Samfylkinginguna í Árborg. Einnig var áhugi fyrir að velja konu núna hafði ég heyrt. Þetta eru allt getgátur. Rétt fyrir áramótin var ákvörðun ráðherra ljós.

 

 

Samskiptin við Menntamálaráðuneytið

 

Í lok desember 2014 fékk nefndin svo að vita að Ágústa væri ráðin. 12. febrúar sendum við kvörtun til ráðuneytisins yfir ráðningarferlinu. Það einkenndist allt af seinagangi og skorti á upplýsingum.  Þessa kvörtun sendum við aftur 23 maí *).  Hvorugu erindinu var svarað.  Einnig vildum við skýringar á þeirri kröfu að skólanefndin ætti bara að skoða pappírana þegar hún veitti umsögn *).  Því var heldur ekki svarað. Nýi skólameistarinn tók við stofnun sem hefur verið rekin með halla síðustu árin. Hún byrjaði að spara alls staðar þar sem því má við koma, það mikið að mörgum fannst nóg um. Einnig þótti stjórnunarstíllinn ekki til þess fallinn að fá fólk með í vinnuna. Ég ætla ekki að fara út í það í smáatriðum. Kennarafélagið kvartaði í vor, og núna í haust kom svar frá ráðuneytinu að það muni ekki aðhafast neitt í málinu að svo stöddu. Eftir uppsögnina á aðstoðarskólameistara sendi kennarafélagið aftur kvörtun, og skólanefndin bað um inngrip ráðuneytisins í bréfum til ráðherra og ráðuneytis.  Nú hefur ráðherra ákveðið að ráðuneytið grípi inn. Ég vona að ráðuneytið geri það með afgerandi hætti.  Ég er hóflega bjartsýnn, en vona það besta.

*)  google “skólanefnd kvörtun”

 

Kveðja, Reynir Eyvindsson

Höf. er formaður skólanefndar FVA.

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is