Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
9. desember 2015 16:28

Fjárlög 2016 – Jákvæð skref í byggðamálum

Fjárlaganefnd Alþingis hefur afgreitt fjárlagafrumvarp með fjölmörgum breytingartillögum. Margar þessar tillögur snúa að landsbyggðinni og fela í sér jákvæðar breytingar. Um er að ræða jákvætt skref í byggðamálum. Hluti þessara tillagna birtist hér á eftir.

 

 

 

Kraftur í ljósleiðaravæðinguna

Ríkisstjórnin sett af stað mjög metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að ljósleiðaravæða allar sveitir landsins. Fjárlaganefnd tók á síðasta ári forystu í þessu máli með því að veita 300 milljónum til hringtengingar á ljósleiðara og til undirbúnings. Á þessu ári er lagt til að veitt verði 500 milljónum í viðbót í þetta mikilvæga verkefni.

 

Bifröst og Hvanneyri

Háskólarnir tveir á Vesturlandi gegna veigamiklu hlutverki bæði hvað varðar þá menntun sem þeir bjóða og í byggðalegu tilliti. Fjárlaganefnd hefur undanfarin ár viðurkennt mikilvægi þessara skóla og leggur í tillögum sínum til að fjárveitingar til Landbúnaðarháskólans verði auknar um 58 milljónir og aukning á Bifröst verði 50 milljónir.

 

Samgöngur í dreifbýli

Lagt er til að veitt verði 235 milljónum til samgönguframkvæmda í dreifbýli. Horft verði til þess að setja upp átaks/tilraunaverkefni þar sem leitast verði við að gera það á hagkvæmari hátt með litlum breytingum á vegstæði o.fl. Þessi tillaga kemur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og ákvað fjárlaganefnd að leggja til að hún verði skoðuð.

 

Hafnarframkvæmdir

Lagt er til að settar verði 400 milljónir í endurbætur á löndunarhöfnum en frá árinu 2008 hefur lítið viðhald verið á mörgum höfnum vítt og breitt um landið. Hafnirnar sem sett verður fjármagn í á næsta ári eru Rifshöfn í Snæfellsbæ og Skarðsstöð í Dalabyggð.

 

Dvalarheimili og heilbrigðisstofnanir

Á síðasta ári ákvað fjárlaganefnd að setja upp pott sem dvalarheimili á landsbyggðinni gætu sótt aukafjárveitingar til. Þessi pottur er stækkaður á þessu ári úr 50 milljónum í 75 milljónir. Jafnframt var ákveðið að auka við fjárveitingar heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og setja upp pott að upphæð 100 milljónir.

 

Auknar byggðaáherslur til framtíðar

Tillögurnar hér að ofan eru hluti af þeim tillögum sem fjárlaganefnd leggur til að stigin séu í byggðamálum. Það er von mín að nýtt frumvarp um gerð fjárlaga boði síðan jákvæðar breytingar í þessum málum. Á frumvarpinu voru samþykktar breytingartillögur frá undirrituðum sem fela það í sér öll fjárlagafrumvörp fari í byggðamat áður en þau eru lögð fram á Alþingi. Þetta er mikilvæg breyting sem gerir það að verkum að byggðamál verða að vera til hliðsjónar þegar ríkisstjórn setur saman fjárlagafrumvörp komandi ára.

 

Ásmundur Einar Daðason

Höf. er þingflokksformaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is