Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember 2015 08:01

Skautað framhjá „smáatriðunum“

Framsókn lofaði í síðustu kosningum niðurgreiðslu skulda einstaklinga með fé ríkissjóðs, en eins og almenningur veit þá varð niðurstaðan 80 milljarða greiðsla inná skuldir þeirra sem miðaldra eru, mest skulduðu og höfðu hæstu tekjurnar. Þetta var heldur lægri fjárhæð en lofað var en nokkuð gott fyrir þá sem nutu góðs af. Formaður flokksins mun á einhverjum tímamótum hafa kallað þetta „sáttmála milli kynslóða.“

 

Þessu til viðbótar var samþykkt að nota mætti framlög til söfnunar séreignarlífeyris sem greiðslu á skuldum með skattaafslætti. Aðeins þeir sem hafa tekjur yfir meðallagi geta fullnýtt skattaafsláttinn þannig að enn og aftur eru það þeir sem meira hafa sem mest njóta.

Vegna ríflegra kjarabótar opinberra starfsmanna á þessu ári hafa lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkað á árinu um 126 milljarða og munu standa í litlum 794 milljörðum.  Þrátt fyrir þetta fallega nafn „skuldbinding“ þá er þetta ófjármögnuð skuld við núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisins.

 

Gott hefði verið að nota þá 80 milljarða sem þeir sem meira meiga sín fengu í „lánaleiðréttingu“ til þess að létta á þessari skuldbindingu. Þá væri líka gott fyrir framtíðina að eiga væntar skatttekjur af séreignarlífeyri sem nú er verið að gefa eftir, til greiðslu á hluta af þessarar skuldbindingu.

 

Í raun er hallinn á ríkissjóði í ár vantalinn um þessa 126 milljarða.  Núverandi stjórnarherrum virðist slétt sama um þessa stöðu, enda framtíðarvandi og kemur því líklega í hlut annarra að leysa.

Þeir sem þurfa að hafa áhyggjur eru börnin okkar og barnabörn sem súpa seyðið af uppsöfnuðum vanda lífeyriskerfisins og eftirgjöf framtíðartekna af séreign. Þeim er ætlað að greiða skuldina og þá um leið horfa uppá skerta samneyslu og verri lífskjör sér til handa.

Ekki er víst að þau verði öll sátt um þann  „sáttmála milli kynslóða“.

 

Borgarnesi, 14. desember 2015

Guðsteinn Einarsson.

 

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is