Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
4. janúar 2016 16:47

Lítil saga af lítilli teikningu

Ég hef tekið eftir því á ferðum mínum um Borgarnes og nágrenni að allvíða liggur frammi dálítil teikning af Hafnarfjöllum þar sem skráð eru nöfn helstu kennileita. Teikningin er ljósrituð en hefur tekist allavega hvað gæðin snertir. Mig langar til þess að segja sögu teikningarinnar en ljósmynd af henni fylgir hér með.

Það var laust eftir 1980 sem Björn H. Jónsson, þá bóndi á Ölvaldsstöðum I í Borgarhreppi, bað mig aðstoða sig við framkvæmd hugmyndar sem hann hafði fengið. Það gerði hann við eina af mörgum heimsóknum okkar fjölskyldunnar þangað, en kona Björns, Sigrún Jónsdóttir, var föðursystir mín. Hugmynd Björns var að fá á eina mynd örnefni helstu kennileita í Hafnarfjöllum eins og þau blasa við frá Stór-Borgarnesi. Myndina hugðist hann síðan færa Björgunarsveitinni Brák, sem þá gæti selt hana þeim sem hafa vildu, sveitinni til styrktar.

 

 

Björn á Ölvaldsstöðum var vanur að framkvæma hugmyndir sínar. Með ljósmyndaröð til stuðnings hóf hann að leita örnefnanna og skrá þau með samráði við staðkunnuga menn, einkum þó Ara Gíslason á Akranesi og Pétur Fjeldsted Torfason sem þá bjó í Höfn, en einnig ýmsa kunningja sína í Borgarnesi og nágrenni.

 

Að fyrirsögn Björns teiknaði ég síðan myndina upp og færði inn örnefnin. Björn hafði þegar verið í sambandi við fulltrúa Brákarmanna, sem ég man nú ekki lengur hverjir þá voru. Það gerðist hins vegar nokkru eftir að verki mínu lauk að Björn féll frá, en hann dó 16. maí 1984. Þá sofnaði einnig hugmyndin um frekari vinnslu myndarinnar og stuðning með henni við björgunarsveitina Brák. Teikning okkar Björns fór hins vegar að berast út með einhverjum hætti, ljósrituð og misjafnlega leikin.

 

Tilgangur skrifa minna er fráleitt sá að nöldra yfir dreifingu myndarinnar. Þvert á móti vona ég að hún hafi frætt sem flesta um örnefni Hafnarfjalla og vakið áhuga þeirra á umhverfi sínu því landslag án heitis er lítils virði. Svo nákvæmur sem Björn var vona ég að örnefnin á myndinni séu rétt með farin – að því marki sem örnefni geta orðið „rétt“ yfirleitt!

 

Aðalerindi sögu minnar er hins vegar það að rifja upp áform Björns á Ölvaldsstöðum um stuðning við björgunarsveitina í Borgarnesi, sem ekki varð. Ég bið því hvern sem þessarar örnefnamyndar hefur notið eða nýtur að hugsa hlýtt til sveitarinnar – og helst að styðja hana með áþreifanlegum hætti. Þakklæti Björns var mér nóg umbun fyrir minn hluta verksins.

 

Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is