Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar 2016 13:47

Tökum þátt í íþróttastarfi, leggjum áherslu á bæði uppeldis- og afreksgildi

Íþróttabandalag Akraness óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir gott samstarf og stuðning á liðnu ári. Við höfum trú á að árið 2016 verði gott ár fyrir okkur öll, sjötugasta starfsár ÍA með fullt af tækifærum sem við ætlum bæði að nýta og njóta. Framundan eru mörg spennandi verkefni á íþróttasviðinu og samfélagið okkar á Akranesi mun vaxa og dafna.

 

Á þessu starfsári mun Íþróttabandalag Akraness opna sérstaka þjónustumiðstöð í íþróttahúsinu við Vesturgötu og er henni ætlað að þjónusta íþróttafólk og almenning betur en nú er gert. Við teljum mikilvægt að veita framúrskarandi þjónustu varðandi íþróttamálefni. Vera ávallt til staðar til að ræða góðar hugmyndir og fylgja framfaramálum eftir.

Eins og flestir vita er Íþróttabandalag Akraness breiðfylking átján aðildarfélaga sem halda úti umfangsmiklu íþróttastarfi sem nær til allflestra heimila á Akranesi. Á þriðja þúsund einstaklinga koma að starfinu með beinum hætti. Við höfum metnað til að halda merki ÍA og Akraness hátt á lofti í öllum íþróttagreinum. Við viljum einnig mæta ólíkum þörfum einstaklinga og samfélags með áherslu á uppeldisleg gildi og öflugt félagsstarf. Í samræmi við þennan vilja gengst ÍA á afmælisári fyrir fjölbreyttum námskeiðum og fræðslu fyrir ólíka hópa s.s. fyrir afreksmenn í íþróttum, foreldra íþróttamanna, stjórnarfólk í íþróttafélögum, þjálfara og fólk sem vill stunda heilsueflingu. 

 

Kjörorð ÍA sem íþróttabandalags við að efla íþróttir á Akranesi má setja fram á eftirfarandi hátt:

Að koma saman er byrjun,

Að ræða saman eru framfarir,

Að vinna saman er árangur.

 

 

Íþróttabandalag Akraness hvetur öll aðildarfélög og félagsmenn sína til að hlúa vel og jafnt að uppeldisstarfi sem afreksstarfi. Eðli íþrótta kallar stundum á að menn fylgjast frekar með árangri í einstökum íþróttagreinum en uppeldislegum gildum. Hvoru tveggja verður þó ekki skilið að án þess að hafa áhrif á hinn þáttinn. Við getum sagt að uppeldisleg gildi og afreksleg gildi séu einfaldlega tvær hliðar á sama peningnum og annað geti ekki án hins verið. Áherslur á afreksstarf auka í sjálfu sér ekki nýliðun í félagi og aukin nýliðun tryggir ekki farsælt afreksstarf. Það þarf hvoru tveggja til að ná árangri.

Kjarnastarf ÍA liggur einmitt í heildstæðri nálgun en ekki í aðgreiningu milli afreks og annars. Í þessu sambandi fagnar framkvæmdastjórn bandalagsins auknu félagsstarfi, fræðslu- foreldra- og hópastarfi innan aðildarfélaganna. Það er fagnaðarefni að sjá fjölbreytta nálgun í þjálfun, aukið samstarf milli íþróttagreina og margskonar hópefli. Í sumum árgöngum eru yfir 90% barna á Akranesi þátttakendur í starfi íþróttahreyfingarinnar og það er samfélagsleg ábyrgð okkar að huga að félagslegum þáttum og efla æsku Akraness á allan hátt.

 

Við hvetjum fólk á öllum aldri til að stunda íþróttir og almenna heilsueflingu. Góð heilsa er ómetanleg auðlind sem við skulum gæta að með öllum ráðum. Margt er í boði til heilsueflingar hér á Akranesi og áhugasamir geta kynnt sér framboð íþróttagreina á heimasíðu okkar www.ia.is. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir í okkar hóp. Hjá aðildarfélögum ÍA er alltaf nóg um að vera og verkefni við allra hæfi. Það verða ekki allir afreksmenn í íþrótt en það geta allir gefið og þegið í íþróttastarfi.

Tökum þátt í íþróttastarfi því ÍA er þar sem hjarta Akraness slær.

 

Sigurður Arnar Sigurðsson, formaður ÍA

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, varaformaður ÍA 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is