Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
4. febrúar 2016 08:01

Eigið eldvarnaeftirlit virkar

Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Ljóst er að framkvæmdin lofar góðu og hefur þegar skilað margvíslegum árangri í þeirri viðleitni að efla eldvarnir í stofnunum bæjarins. Jafnframt virðist fræðsla til starfsfólks um eldvarnir á vinnustaðnum og heimilinu hafa hreyft við mörgum og orðið til þess að efla eldvarnir á heimilum. Þetta kom skýrt fram á fundi með eldvarnafulltrúum Akraneskaupstaðar nýverið.

 

Undirbúningur að innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fólst meðal annars í því að starfsfólk kaupstaðarins fékk fræðslu um eldvarnir á vinnustað og heima fyrir. Þá fengu 33 starfsmenn fræðslu og þjálfun til að sinna hlutverki eldvarnafulltrúa, einn aðalfulltrúi og annar til vara fyrir hverja stofnun Akraneskaupstaðar. Þeir hófu störf 1. október 2015 og hafa síðan framkvæmt eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega samkvæmt gátlistum Eldvarnabandalagsins.

 

Góður hugur var í eldvarnafulltrúum á fundi með fulltrúum Eldvarnabandalagsins, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar og var augljóst að vitund um mikilvægi eldvarna hefur aukist mjög. Fram kom að eftirlit eldvarnafulltrúanna hefur leitt í ljós ýmsar brotalamir í eldvörnum sem auðvelt hefur verið að lagfæra.

 

Ýmsar úrbætur

 

Sem dæmi má nefna að við mánaðarlegt eftirlit uppgötvuðu eldvarnafulltrúar í stofnun nokkurri að þeir áttu í mesta basli með að opna björgunarop með barnalæsingu. Opnunin tók mun lengri tíma en æskilegt væri á neyðarstundu, auk þess sem lamir voru stífar og þörfnuðust smurningar. Þetta leiddi til þess að öllum starfsmönnum var kennt að opna björgunaropin á sem stystum tíma. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. Eldsmatur hefur verið fjarlægður úr flóttaleiðum, settir hafa verið snerlar á hurðir í flóttaleiðum, gert hefur verið yfirlit yfir flóttaleiðir og fleira. Hins vegar kom fram að ýmsar kostnaðarsamar úrbætur á eldvörnum munu taka lengri tíma.

 

Þá kom skýrt fram á fundinum að fræðsla um eldvarnir heimilisins hefur skilað sér í auknum eldvörnum á heimilum starfsmanna og jafnvel á heimilum ættingja þeirra.

Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður gerð sameiginleg greinargerð um árangurinn haustið 2016. Óhætt er að segja að niðurstöður fundarins lofa mjög góðu um framvindu verkefnisins og árangur af því.

 

Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins

Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is