Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
4. febrúar 2016 10:00

Áhyggjur af framtíðinni

Ágætu Akurnesingar! Ég sest hérna niður við tölvuna mína til að hripa niður nokkur orð, já ég er hugsi, já hugsi yfir framtíð okkar frábæra bæjar.

Mér virðist eins og bæjarbúar séu að skipta sér í tvo hópa, með eða á móti fiskþurrkun. Hvað veldur þessu? Jú, það er að sjálfsögðu Laugafiskur, fiskþurrkunarfyrirtæki niður á Breið. Fyrirtæki sem hefur verið starfrækt á Akranesi um árabil og hefur því miður ekki uppfyllt þær umhverfiskröfur sem við ætlumst til. Það hafa verið margir dagar þar sem ekki er gott að vera nálægt þessari starfsemi og það hef ég svo sem fundið nokkrum sinnum enda með starfsemi í um 300m fjarlægð. Þessi staða kemur reyndar stundum upp en aldrei þó þannig að ekki sé vel við unað.

 

Fyrir um tveimur árum keypti HB Grandi þetta fyrirtæki og það er saga sem flestir þekkja. Sagan endalausa að margra mati og þeir sem hlustuðu á bæjarstjórnarfund á dögunum heyrðu væntanlega að flestir bæjarfulltrúar eru búnir að fá nóg af þessari umræðu, umræðu sem er þó langt frá því að vera búin.

 

 

 

HB Grandi hefur lagt mikið af mörkum til þess að sannfæra okkur nágrannana um ágæti nýrrar verksmiðju og sitt sýnist hverjum um hana. Ég er hins vegar sannfærður um þá staðreynd að lítið mál sé að leysa lyktarvandamál. Til þess eru til ótal aðferðir og HB Grandi hefur sannfært mig um að þeir ætli að gera allt til þess að við nágrannarnir verðum ánægðir.  Þetta snýst um traust og virðingu. Við verðum að treysta þeim í viðleitni sinni til að ná árangri. Þeir verða að virða rétt okkar til þess að lifa góðu lífi í nálægð við þessa verksmiðju.

 

Ég nefndi í upphafi að ég hefði áhyggjur, já ég fór á bæjarstjórnarfund og hlustaði á kjörna fulltrúa ræða þetta mál. Bæjarstjórn sem er að mestu skipuð ungu og bráðgreindu fólki. Fólki sem er vel menntað og hefur ýmsa reynslu úr hinu daglega lífi.  Fólki sem hefur alist upp á Akranesi og veit hvað fiskvinnsla er mikilvæg og stór þáttur í okkar lífi. Það má eiginlega segja að við lifum á fiskvinnslu hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Áhyggjur mínar liggja í því að sumir í hópi þessa unga vel menntaða fólks skuli fyrirfram loka augum fyrir þeirri staðreynd að með tækniþekkingu og rannsóknum hafa fundist leiðir til þess að uppræta lyktarvandamál við fiskþurrkum. Augu þeirra eru ennþá lokuð þrátt fyrir að hafa heimsótt fiskþurrkunarverksmiðjur í öðrum sveitarfélögum þar sem reksturinn er til fyrirmyndar og án lyktarvandamála. Það hryggir mig að ungt og vel menntað fólk í forystustörfum skuli festast í fortíðinni og því sem miður fór. Neitar að horfast í augu við framfarir sem byggjast á menntun og rannsóknum.  Hvar er traustið og virðingin fyrir störfum annarra?

 

Sævar Jónsson

Höf. er varabæjarfulltrúi og rekur Blikksmiðju Guðmundar, Akursbraut 11 Akranesi.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is