Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar 2016 11:09

Á útgerð og fiskvinnsla framtíð á Akranes?

Í hverju bæjarfélagi er atvinnulífið veigamikil forsenda búsetu og búsetuskilyrða. Þó svo að margt hafi breyst í gegnum tíðina lifir þessi grundvallar þáttur hvort heldur er á Akranesi eða annars staðar á Íslandi. Víða um land hefur tilfærsla aflaheimilda ýmist valdið búsifjum eða styrkt búsetuskilyrði og ekki hefur Akranes farið varhluta af þessari umræðu frá því að kvótakerfið var lögfest. Verulegar breytingar hafa átt sér stað í útgerð og fiskvinnslu á Akranesi, en samhljómur hefur þó verið um að verja stöðuna eins og kostur er og stefna bæjarstjórnar hefur verið að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn. Það var því ánægjulegt fyrir okkur Skagamenn þegar Akraneskaupstaður óskaði eftir þríhliða viðræðum við Faxaflóahafnir sf. og HB Granda hf. um gerð landfyllingar utan aðalhafnargarðs vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar HB Granda hf.  Eins og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti óskaði HB Grandi hf. eftir því að byggja sem næst höfninni nýtt frystihús, uppsjávarfrystihús og frystigeymslu auk þess sem fyrirtækið stefndi á að færa aðra skylda starfsemi á athafnasvæði sitt við höfnina og ná þannig fram hagræðingu í rekstri og byggja upp öfluga starfsstöð til framtíðar. Þá er ónefnt að áætlun HB Granda hf. miðast við að bæta verulega úr aðstöðu fyrir hausaþurrkun fyrirtækisins, sem hefur valdið mörgum ama allt frá árinu 1987 eða 1988.  Einhvern tímann hefðu þetta þótt góð tíðindi.

 

 

Nú bregður svo við að umræða um málið hefur einskorðast við afmarkaðan þátt málsins - þ.e. lykt frá hausaþurrkuninni og hvort úrbætur verði nægar til að umræðu um lykt á Akranesi linni.  Haldinn var opinn fundur með HB Granda hf. og samhliða hefur verið unnin tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir landrými til uppbyggingar við höfnina á Akranesi.  Nú fór það hins vegar svo að bæjarstjórnin klofnaði a.m.k. í tvennt þegar kom að því að samþykkja auglýsingu deiliskipulagsins. Verður ekki annað sagt en að það veki spurningar um stefnu í atvinnumálum á Akranesi - ekki síst ef áform um uppbyggingu við höfnina eru sett til hliðar. Það er athyglisvert þegar ósátt verður um hvort auglýsa eigi deiliskipulagstillögu og fá fram opinbera umfjöllun um skipulag, sem gerir ráð fyrir uppbyggingu í sjávarútvegi á Akranesi og eflingu Akraneshafnar. Þessi skilaboð til bæjarbúa vekja spurningar um stefnu í atvinnumálum og hvort atvinnuuppbygging eigi fyrst og fremst að eiga sér stað annars staðar en á Akranesi. Staðan er a.m.k. ekki til þess fallin að hvetja HB Granda hf. til umfangsmikillar uppbyggingar við Akraneshöfn. 

 

Því þarf að svara hvort fyrirhuguð áform HB Granda hf. séu almennt ekki áhugaverð, hvort breyting hafi orðið á afstöðu um að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn, hvort ekki sé lengur nauðsyn á sem flestum störfum við fiskvinnslu og útgerð á Akranesi, eða hvort engin trú sé til staðar um hugmyndir HB Granda hf eða sómasamlega starfsemi fyrirtækisins. 

 

Vandi Akraneshafnar hefur kristallast í eftirfarandi:

·         Bakland til uppbyggingar er af skornum skammti.

·         Ókyrrð í höfninni í ákveðnum vindáttum veldur stærri skipum vandræðum.

·         Minni löndun á bolfiski hefur dregið úr umsvifum þó svo að á Akranesi séu skráð á yfirstandandi fiskveiðiári 4,9% alls úthlutaðs kvóta á Íslandi eða um 19.000 þorskígildistonn.

·         Megin afli sem kemur til löndunar í Akraneshöfn er uppsjávarfiskur og á árinu 2014 var landað á Akranesi liðlega 20.000 þúsund tonnum af uppsjávarfiski, en í heild aðeins 1.300 tonnum af bolfiski. Árið 2015 var landað um 27.000 tonnum af uppsjávarfiski en um 1.200 tonnum af bolfiski.

·         Lítill bolfiskafli hefur þýtt að rekstur fiskmarkaðar á Akranesi er mjög erfiður, en án hans yrði staða hafnarinnar mjög erfið til lengri framtíðar.

 

Staða þróunarhugmynda og tillagna um nýtt deiliskipulag á athafnasvæði HB Granda, sem eru til þess fallnar að efla Akraneshöfn og atvinnulíf við höfnina, hljóta að kalla á skýra og afdráttarlausa afstöðu bæjarstjórnar þar sem tækifæri á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi verði höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að þær ákvarðanir koðni ekki niður í ótta um vonda lykt.

 

Óskar Rafn Þorsteinsson

Þórður Þ Þórðarson

Kristján Baldvinsson

Steinar B Sævarsson

Rúdolf B Jósefsson

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is