Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
2. mars 2016 14:16

Hefur hausaþurrkun truflað ferðaþjónustu?

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur því ítrekað verið haldið fram að verði af metnaðarfullri endurnýjun HB Granda á hausaþurrkun félagsins á Breiðinni á Akranesi muni það skaða uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Akranesi. Sá skaði komi þá til viðbótar við þá skerðingu á lífsgæðum sem íbúar á Akranesi muni verða fyrir auk þess sem uppbyggingin muni hafa neikvæð áhrif á „ímynd og ásýnd Akraness“ eins og segir á hulduvef nafnlausrar undirskriftasöfnunar sem hófst um liðna helgi og stefnt er gegn áðurnefndri endurnýjun.

 

 

Hvergi hafa sönnur verið færðar á þennan neikvæða málflutning gagnvart mögulegri uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Væntanlega er þarna verið að gefa í skyn að fram að þessu hafi lyktarmengun frá hausaþurrkun haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ekki hefur komið fram að gerð hafi verið skoðanakönnun er staðfestir þennan málflutning. Þessu er haldið fram á sama tíma og helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustunnar á Akranesi á liðnum árum hefur sprottið upp nánast í túnfæti núverandi hausaþurrkunar! Þar á ég við vitana á Breiðinni.

 

Starfandi ferðaþjónar á Akranesi hafa mér vitanlega ekki stigið fram og lýst áhyggjum sínum af mögulegum endurbótum á fiskþurrkun á Breiðinni. Því skal þó til haga haldið að íbúi í Hafnarfirði, sem nýverið festi kaup á húseign við Skólabraut 33 og endurnýjar hana nú á myndarlegan hátt með góðum fjárstuðningi frá Akraneskaupstað, hefur lýst áhyggjum sínum þar sem hann hyggst opna gistiheimili í húsinu. Komið hefur fram í málflutningi hans að fiskilykt, sem borist hefur að vitum hans eftir að uppbygging hans hófst, hafi komið honum í opna skjöldu. Er hann þó fæddur og uppalinn á Akranesi þar sem hann á einnig fjölskyldu og mikinn frændgarð.

 

Besti vitnisburður sem um getur í ferðaþjónustu eru ferðamennirnir sjálfir og dómur þeirra þegar þeir hafa lokið dvöl sinni. Stór hluti viðskipta þeirra ferðamanna er kaupa sér gistingu fer fram á netinu og þar skilja þeir margir hverjir eftir umsagnir sínar. Min tilfinning er sú að þar komi frekar fram raddir þeirra er eitthvað hafa útá þjónustuna að setja þó ekki geti ég fært sönnur á það.

 

Af einhverjum ástæðum hefur vitnisburður þessara hundruða ef ekki þúsunda ferðamanna á Akrnaesi ekki komið fram í umræðum undanfarinna vikna og mánaða. Ég tók mér því til um liðna helgi og las dóma tæplega 600 ferðamanna á vinsælustu bókunarsíðunum. Flestir eru dómarnir á enskri tungu en einnig nýtti ég mér hjálp frá Google vini mínum til þess að lesa dóma á öðrum tungumálum.

 

Dómar þessara hundruða ferðamanna komu mér þægilega á óvart. Aðeins einn þeirra talar um að hann hafi orðið var við fiskilykt og fannst hún eiginlega tilheyra því Akranes væri jú sjávarþorp. Það var sumsé aðeins einn sem hafði orð á fiskilykt en ekki á þann veg að hún hefði verið honum fjötur um fót. Þessi athugun mín er ekki vísindalega unnin. Hún gefur þó mjög skýra vísbendingu um upplifun ferðamanna á svæðinu. Þessi niðurstaða er sérstaklega áhugaverð í því ljósi að stærstu gistiheimilin í þessari könnun eru líka í túnfæti núverandi hausaþurrkunar.

Í ljósi þessarar niðurstöðu hlýt ég að óska eftir rökstuðningi þeirra er telja að fyrirhugaðar endurbætur á hausaþurrkun hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Er það ekki sanngjörn ósk?

 

Halldór Jónsson

Höfundur er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar:

 

http://uppbyggingakranesi.is/

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is