Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
2. mars 2016 14:15

Hverja er verið að blekkja núna?

Föstudaginn 26. febrúar sl. var sett í loftið undirskriftasöfnun á vegum áhugahóps um „betri byggð á Akranesi“ sem í raun er áhugahópur gegn fyrirhugaðri uppbyggingu HB Granda hf. á Akranesi.  Ekki kemur neinsstaðar fram hverjir standa að þessum áhugahópi en undirritaður gengur út frá því að það séu sömu aðilar og hingað til hafa kallað sig „Betri byggð“ og að talsmaður þeirra sé fyrrum „uppfræðarinn“.

Í texta sem fylgir með kemur eftirfarandi setning: „Akranes – 250 metrar frá fyrirhugaðri nýrri fiskþurrkun í næsta íbúðahús – framleiðslugeta 600 tonn á viku“.

 

 

Ég geri ráð fyrir því einhverjir fulltrúar þessa áhugahóps um lykt hafi setið kynningarfundinn um deiliskipulagsbreytinguna þriðjudaginn 16. febrúar sl. Það er því með miklum ólíkindum þessi áhugahópur skuli halda því fram að framleiðslugetan verði 600 tonn á viku eftir að það var skýrt tekið fram á fundinum að fyrirhugaður 1. áfangi breytinga á hausaþurrkunni muni geta aukið framleiðslumagnið í 250 til 300 tonn á viku. Þetta er auðvitað enn óskiljanlegra þegar líka er horft til þess sem einnig var mjög skýrt tekið fram á kynningarfundinum að inni í skipulagsbreytingunum er eftirfarandi ákvæði:

 

„Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir áfanga 2 nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif áfanga 1 í samræmi við umfjöllun þar um í meðfylgjandi umhverfisskýrslu og sýnt verði fram á með fullnægjandi hætti að grenndaráhrif, einkum vegna lyktar, versni ekki við byggingu áfanga 2“.

 

Það er því í huga undirritaðs kristalskýrt að afkastagetan verður ekki aukin í allt að 600 tonn ef HB Grandi hf. nær ekki tökum á lyktarmenguninni. Svo má líka benda á að áfangi 2 er fjarlægur möguleiki þar sem ekki er unnt að afhenda nægjanlegt heitt vatn fyrir slíka framleiðslu eins og staðan er í dag. Samkvæmt áætlunum Orkuveitu Reykjavíkur verður ekki hægt að afhenda aukið vatnsmagn til Akraness fyrr en í fyrsta lagi árið 2023 þegar endurnýjun á aðveituæðinni er lokið.

Mér finnst því rétt að „uppfræðarinn“ fyrrverandi og áhugahópurinn hans feti í fótspor Ara fróða og „hafi það sem sannara reynist“.

 

Þorgeir Jósefsson, ánægður íbúi á neðri Skaga

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is