19. mars. 2010 12:01
 |
Frá Fíflholtum. |
Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hefur samþykkt að taka við sorpi frá sveitarfélaginu Vesturbyggð fram til loka aprílmánaðar. Þetta er gert vegna erfiðra samgangna við Ísafjörð. Móttaka sorpsins miðast við að samgöngur norður um séu ekki til staðar. „Bæjarráð þakkar fyrir úrlausn málsins og vonast til áframhaldandi samstarfs,“ segir í bókun Vesturbyggðar. Fréttavefuinn bb.is greindi frá.