19. mars. 2010 01:04
Átta sækjast eftir þremur efstu sætum á lista Samfylkingarinnar á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum, jafn margar konur og karlar. Kosið verður um fyrstu þrjú sætin í prófkjöri sem hefst í dag, föstudaginn 19. mars kl. 15.00 og stendur til kl. 22.00. Einnig verður kosið á morgun, laugardag frá klukkan 9.00 - 15.00. Kosið verður um röðun í sæti 4 - 9 á sérstökum kjörfundi að því loknu. Kosið verður á kosningaskrifstofu flokksins að Stillholti 16-18. Samfylkingin á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn og sækjast þeir báðir eftir endurkjöri. Eftirtaldir sækjast eftir þremur efstu sætunum:
Björn Guðmundsson húsasmiður sækist eftir 1. 3. sæti
Einar Benediktsson verkamaður sækist eftir 1.-3. sæti
Guðríður Sigurjónsdóttir leikskólakennari sækist eftir 2.-3. sæti
Hafsteinn Sigurbjörnsson eftirlaunaþegi sækist eftir 3. sæti
Hrund Snorradóttir kaffihúsaeigandi sækist eftir 2.-3. sæti
Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri og bæjarfulltrúi sækist eftir 1.-2. sæti
Ingibjörg Valdimarsdóttir deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur sækist eftir 2.-3. sæti
Sveinn Kristinsson starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur og bæjarfulltrúi sækist eftir 1. sæti