23. mars. 2010 10:02
Fimmtudaginn 25. mars, klukkan 12:15 - 12:45, flytur Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum, erindi sem hún nefnir Uppeldisstöðvar þorskseiða. Í Stykkishólmi verður hægt að fylgjast með erindinu í Egilshúsi og á Hvanneyri í Landbúnaðarháskólanum (Vesturstofu í Ásgarði).
Nánar er hægt að fræðast um erindið með því að smella sér á síðu Náttúrustofu Vesturlands á www.nsv.is