30. mars. 2010 12:57
 |
Mynd: www.dv.is |
DV greinir frá því í gær að Lilja Karen Jónsdóttir á Akranesi hafi þann 25. mars sl. tapað forræðisdeilu í Færeyjum við íslenskan barnsföður sinn eftir að hann áfrýjaði dómi í málinu sem féll henni í vil á síðasta ári. Lilja Karen og barnsfaðir hennar eiga saman tvö börn, fjögurrar ára stúlku og tveggja ára dreng, sem hafa verið í Færeyjum frá í nóvemer 2008. Þá bað Lilja hann um að taka börnin tímabundið því sambýliskona hennar á Akranesi veiktist skyndilega. Þegar barnsfaðirinn átti að skila þeim þann 1. apríl 2009 vildi Lilja meina í samtölum við fjölmiðla, meðal annars í DV, Vikunni og Skessuhorni, að barnsfaðir hennar hafi ekki viljað skila þeim. DV.is greinir frá því í gær að ein af ástæðunum sem gefnar eru upp í dómnum fyrir að veita föðurnum fullt forræði, sé að hann hafi hærri tekjur.
Í byrjun nóvember síðastliðnum dæmdu dómstólar í Færeyjum Lilju fullt forræði yfir börnunum tveim. Faðir barnanna áfrýjaði þeim dómi til hæstaréttar sem snéri úrskurðinum við á fimmtudaginn var.
Lilja hefur birt myndband af því þegar hún neyddist til að kveðja börnin sem munu nú búa með föður sínum í Færeyjum. Hægt er að sjá myndbandsupptöku af erfiðri kveðjustund móður og barna hennar á vef DV, sjá HÉR