30. mars. 2010 03:01
 |
Bræðurnir |
|
Í kvöld klukkan kl. 20:30 verða styrktar- minningartónleikar fyrir fjölskyldu Valdimars og Jóns Þórs Einarssona úr Grundarfirði. Tónleikarnir verða í Fíladelfíunni, Hátúni 2 í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að hafa beina útsendingu frá tónleikunum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og á Allanum á Siglufirði. Einnig er bent á styrktarreikning fjölskyldunnar fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið: 0321-13-000033, kennitala 070964-5039. Sævör Þorvarðardóttir móðir drengjanna er skráð fyrir reikningnum. Flytjendur á tónleikunum verða Bubbi Morthens, KK, hljómsveitin Thin Jim með Margréti Eir Hjartardóttur í fararbroddi, Rockabillybandið The 59'rs, tríóið Gospeltónar og Íris Guðmundsdóttir. Tónleikarnir bera yfirskriftina “Samferða” en tónleikakvöldið gefst fólki kostur á að vera samferða fjölskyldunni smá spöl.