12. apríl. 2010 09:07
“Með gríðargóðri vörn í fjórða leikhluta tókst KR að snúa við blaðinu í Stykkishólmi í kvöld og sigra 74:70, sem tryggði þeim oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins og sá leikur fer fram í Vesturbænum.” Íþróttafréttamenn mbl.is fylgdust með fjórða undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Þeir segja að framan af hafi litið út fyrir að Reykvíkingar næðu undirtökunum en síðar að Snæfell ynni með góðri vörn í þriðja leikhluta. Þegar KR-ingar sjálfir tóku sína vörn föstum tökum í fjórða leikhluta dugði það þeim til að loka fyrir skot heimamanna og því fór sem fór og oddaleikur framundan í Vesturbænum.
Sjá lýsingu á leiknum á www.mbl.is