13. apríl. 2010 04:15
Kynning á því fjarnámi sem Háskólanum á Akureyri býður upp á næsta haust verður haldin hjá Símenntunarstöð Vesturlands að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17:30-18:00. Á kynningunni næsta þriðjudag verður fjallað um framboð og fyrirkomulag fjarnáms við HA og eru þeir hvattir til að mæta sem áhuga hafa á háskóla- og fjarnámi. Meðal nýjunga í kennslu í fjarnámi næsta haust, og snertir íbúa á Vesturlandi, er að þá verður hægt að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði við Símenntunarstöð Vesturlands. Það nám líkt og annað fjarnám frá skólanum fer fer fram í gegnum vefinn og með myndfundum en að auki eru tölvusamskiptamiðlar nýttir til hins ýtrasta. Í dag er kennt frá HA til yfir 20 staða á landinu.