27. apríl. 2010 07:04
Mikið verður um dýrðir í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi næstkomandi fimmtudagskvöld þegar dagskrá tileinkuð störfum UNIFEM um víða veröld fer þar fram. Dagskráin hefst klukkan 20:00. UNIFEM á Íslandi beinir um þessar mundir sjónum sínum að vitundarvakningu um málefni kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum meðal almennings á Íslandi. Nú er ferðinni heitið í Borgarnes þar sem öflugir sjálfboðaliðar hafa tekið höndum saman og boðað til kynningar á málstað UNIFEM.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra samtakanna á Íslandi mun kynna starfið sem fram fer í þágu kvenna á heimsvísu. Hin palestínska baráttukona Lina Mazar mun segja frá dvöl sinni í flóttamannabúðum í Írak en þetta verður í fyrsta skipti sem hún talar opinberlega á íslensku.