09. ágúst. 2010 03:15
Sjóbjörgunarflokkar Landsbjargar voru á þriðja tímanum í dag boðaðir út vegna elds um borð í báti sem staddur var úti af Kjalarnesi. Aðstoð var skömmu síðar afturkölluð þar sem bátsverjum hafði tekist að slökkva eldinn. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Á meðfylgjandi mynd eru félagar í Björgunarfélagi Akraness búnir að sjósetja björgunarbát félagsins, Margréti Guðbrandsdóttur, og voru á hraðri siglingu úr höfninni á Akranesi.