25. ágúst. 2010 04:01
Skessuhorn kynnir nú til leiks nýjan liðsmann, Bjarna Þór Bjarnason listamann. Hann byrjar frá og með tölublaðinu sem kom út í dag að birta skopteikningar um lífið og tilveruna. Munu teikningar hans ýmist draga fram spaugilega hlið liðinna frétta eða annars úr mannlífi Vestlendinga. Skessuhorn býður Bjarna Þór velkominn í hópinn.
Í fyrstu teikningu Bjarna Þórs leggur hann út frá læknaskorti hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem lýst hefur sér í fáum umsóknum um stöður heimilislækna.