Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2010 10:14

Skóflustunga tekin að stækkun DAB í Borgarnesi

Það var hátíðleg stemning síðdegis í gær þegar tekin var fyrsta skóflustungan að 32ja herbergja stækkun Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Sannkölluð síðsumarsblíða var í Borgarnesi og fjölmenni viðstadd þessa athöfn sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Það voru tveir íbúar á dvalarheimilinu sem fengnir voru til að taka fyrstu skóflustunguna, þau Þórður Kristjánsson frá Hreðavatni, sem átti sæti í stjórn DAB fyrstu tvo áratugina sem hún var til, og Herdís Guðmundsdóttir frá Hóli í Norðurárdal. Það átti vel við að þessi tveir öldnu Norðdælingar önnuðust verkið, en Herdís er rétt tæplega tíræð að aldri og Þórður tæplega níræður. Þeim til aðstoðar við stunguna var svo Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.

Eftir athöfn utandyra var farið inn og viðstöddum boðið í rjómatertu sem er hefð fyrir á tyllidögum á DAB. Þar afhenti félagsmálaráðherra formlegt plagg undirritað af fjármálaráðherra því til staðfestingar að sveitarfélagið Borgarbyggð megi hefja framkvæmdir. Áður hafði verið ákveðið að stjórn dvalarheimilisins sæi um samninga og verkstjórn vegna byggingarinnar og skrifuðu þeir undir verksamning, Magnús B Jónsson formaður stjórnar DAB og Óli Jón Gunnarsson fulltrúi Byggingafélagsins Borgfirðinga efh., sem stofnað var af hópi iðnaðarmanna og fyrirtækja í Borgarfirði um verkið. Allir samningar eru þar með frágengnir og ekkert til fyrirstöðu að hefja byggingarframkvæmdir og munu þær byrja í næstu viku.

 

Umræður um stækkun DAB og bætta aðstöðu íbúa hafa staðið yfir í mörg ár. Ekki er í þessum áfanga verið að fjölga dvalarrýmum heldur verður aðstaða íbúa bætt. Nú býr fólk ýmist í einmenningsherbergjum sem eru frá 11 fermetrum og deila í mörgum tilfellum salernisaðstöðu með allt upp í átta öðrum íbúum. Þá eru mörg herbergi þar sem íbúar búa tveir saman í litlu rými. Eitthvað sem ekki ætti að þekkjast árið 2010.

 

Viðbyggingin er í nýrri álmu norðaustur af eldri byggingu og mun liggja samsíða Ánahlíð. Hún verður 2.550 fermetrar á þremur hæðum og hjúkrunarrýmin verða 32. Heildarkostnaður er áætlaður um 800 milljónir króna, sem er um 10% undir viðmiðunarverði um sambærilegar byggingar. Húsið er byggt á kostnað sveitarfélagsins Borgarbyggðar en ríkið tekur húsið á leigu. Íbúðalánasjóður lánar til framkvæmdanna. Verklok samkvæmt samningi eru 30. júní 2012.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is