30. ágúst. 2010 10:57
Samkvæmt rekstraryfirliti frá fyrri helming þessa árs varð 1,4 milljóna evra tap á rekstri HB Granda í stað 6 milljóna hagnaðar árið 2009. Samkvæmt yfirlitinu hefur því orðið 7,4 milljóna evru sveifla milli ári, sem aðallega skýrist af gengistapi, veikingar evrunnar gagnvar öðrum gjaldmiðlum, en skuldir HB Granda eru í evrum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 19,0 m€ eða 31,5% af rekstrartekjum fyrri helming þessa árs, en var 12,9 m€ eða 21,3% á sama tíma í fyrra. Hærra EBITDA hlutfall skýrist m.a. af afkomu loðnuvertíðar, sem ekki varð árið 2009,“ segir m.a. í tilkynningu á heimasíðu HB Granda.