31. ágúst. 2010 08:01
Á síðasta fundi byggðarráðs Borgarbyggðar kynnti fjármálastjóri sveitarfélasins rekstrarstöðu þess fyrstu sex mánuði ársins. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra sýndi yfirlitið að rekstur Borgarbyggðar er í jafnvægi og í stórum dráttum í samræmi við fjárhagsáætlunáætlun fyrir 2010. “Einstaka liðir eru þó undir kostnaðaráætlun en á móti kemur að aðrir eru nokkuð yfir. Þá hefur gengi gjaldmiðla verið hagstæðara fyrir okkur en ráð var fyrir gert og skýrir það heldur lægri fjármagnskostnað en áætlun gerði ráð fyrir. Reksturinn sjálfur er því í jafnvægi og sýnir örlítinn plús það sem af er árinu,” sagði Páll.