31. ágúst. 2010 10:44
Suður kóreski járn- og stálframleiðandinn Posco skoðar nú möguleika á að kaupa norska fyrirtækið Elkem, eiganda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Kaupverðið er talið verða jafnvirði ríflegra hundrað og tuttugu milljarða íslenskra króna. Elkem er í eigu norsku fyrirtækjasamsteypunnar Orkla. Norskir miðlar segja að bæði Posco og Orkla hafi ráðið ráðgjafafyrirtæki til að annast viðskiptin ef af þeim verði. Verð á hlutabréfum í Orkla hækkaði um fjögur prósent í kauphöllinni í Ósló sl. mánudagsmorgunn þegar fregnir bárust af áhuga Suður-Kóreumannanna. Greint var frá þessu í fréttum RÚV í gær og þar vitnað í fréttastofu Reuters.