09. september. 2010 11:01
"Nemendafjöldinn hjá okkur hefur verið í jafnvægi síðustu fjögur árin. Nemendur skólans í vetur verða um 330 sem er svipaður fjöldi og síðasta vetur. Hjá okkur getur fólk lært á öll almenn hljóðfæri sem leikið er á í landinu,“ segir Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi í viðtali sem birtist í Skessuhorni vikunnar. Lárus, sem hefur stýrt skólanum frá árinu 1985, segir að íbúar Akraness og Hvalfjarðarsveitar, sem reka skólann í sameiningu, geti verið stoltir af skólanum og starfseminni sem þar fer fram. „Ég ætla ekki að eigna mér það, heldur starfsfólkinu sem hér hefur unnið. Við erum svo heppin að hafa haft mjög góða kennara og síðan hafa ráðamenn sveitarfélaganna sýnt tónlistarkennslunni mikinn skilning. Þeir gera sér grein fyrir því að góður bær þarf á öflugum tónlistarskóla að halda.“
Sjá viðtal við Lárus í Skessuhorni sem kom út í gær.