16. september. 2010 09:01
Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var í Snæfellsbæ um liðna helgi, setti þröng staða bæði ríkissjóðs og sveitarsjóða talsverðan svip á umræður og ályktanir. Í umræðunum var komið inn á hvernig sveitarfélögin geti haldið sinni stöðu í yfirvofandi niðurskurði á öllum sviðum hjá hinu opinbera. Ítarlega er sagt frá aðalfundi SSV í sérblaði sem fylgir Skessuhorni vikunnar. Meðal annars er rætt við aldursforsetann, formann samninganefndar Íslands við ESB, sem flutti erindi á fundinum, og þá er í umfjöllun blaðsins að finna þær ályktanir sem samþykktar voru.