27. september. 2010 09:01
Síðastliðinn laugardag hélt Ólöf Davíðsdóttir listakona í Brákarey í Borgarnesi sýningu til minningar um foreldra sína, þau Davíð Þórðarson frá Siglufirði og Lísibet Sigurðardóttur frá Ólafsfirði. Á sýningunni voru verk eftir þau Davíð og Lísibet ásamt glerverkum Ólafar. Þann 15. september sl. voru 90 ár liðin frá fæðingu Lísibetar og 29. september eru 95 ár frá fæðingu Davíðs. „Foreldrar mínir fóru ekki að sinna listsköpun fyrr en þau voru komin á efri ár. Pabbi var múrarameistari og mamma vann lengi við umönnun fatlaðra. Faðir minn vann úr glerinu en mamma málaði,” segir Ólöf. Meðfylgjandi mynd tók Eva Sumarliðadóttir síðasta laugardag í Brákarsal af Ólöfu og frænda hennar sem kíkti við á sýningunni.