22. nóvember. 2010 11:29
Skallagrímsmenn biðu lægri hlut sl. föstudagskvöld fyrir fjölbrautaskólanemum í FSu á Selfossi. Lokatölur urðu 87:70 og var FSu einnig með forystu í leikhléinu 40:34. Skallagrímur er þó enn í 4. sæti 1. deildarinnar með sex stig líkt og Valur og Breiðablik. Valur Ingimundarson og hans piltar voru ekki auðveldir heim að sækja. Jafnræði var með liðunum framan af, en heimamenn tóku frumkvæðið þegar á leið. Hjá Skallagrími skoraði Darrel Flake 19 stig og tók 11 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson skoraði 18 stig, Hafþór Gunnarsson 16 og tók 6 fráköst, Mateusz Sowa skoraði 10 stig og tók 9 fráköst, Ragnar Jónsson gerði 5 stig og aðrir minna. Hjá FSU var Richard Field stigahæstur með 29 stig og 13 fráköst og Valur Orri Valsson skoraði 20 stig.