23. nóvember. 2010 01:47
Skráð atvinnuleysi í landinu nú í október var 7,5% en að meðaltali voru 12.062 manns án vinnu í mánuðinum. Eykst atvinnuleysi um 0,4 prósentustig frá september, eða um 515 manns að meðaltali. Körlum á atvinnuleysisskrá fjölgar um 416 eða um 0,6 prósentustig að meðaltali og konum um 99 eða um 0,3 prósentustig. Mest fjölgar atvinnulausum hlutfallslega á Vesturlandi en þar bættust við 58 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali í mánuðinum. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið. Atvinnuleysið í október var 8,4% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 12,2%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,5 %. Atvinnuleysi á Vesturlandi var 4,6% í októbermánuði.