30. nóvember. 2010 04:25
Landskjörstjórn tilkynnti síðdegis í dag hvaða 25 einstaklingar hlutu kosningu til stjórnlagaþings í kosningunum sem fram fóru sl. laugardag. Talning hafði gengið nokkuð erfiðlega og lágu úrslit fyrir síðar en von var á miðað við þá litlu kjörsókn sem var. Endanleg tala landskjörstjórnar um kjörsókn var 35,95% og voru gild atkvæði 82.335. Ógild atkvæði með öllu voru 1.196 eða 1,4%. Alls voru það 522 einstaklingar sem buðu sig fram til kjörs. Þar af voru 19 af Vesturlandi og náði enginn þeirra kjöri. 15 karlar verða þingfulltrúar og 10 konur. Fulltrúar af landsbyggðinni verða fáir á stjórnlagaþingi, eða einungis þrír; þau Ari Teitsson, Erlingur Sigurðarson og Dögg Harðardóttir, allt góðir og gegnir Norðlendingar.
Eftirtaldir munu sitja stjórnlagaþing: