03. desember. 2010 01:21
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð á Ströndum ásamt Reykhólahreppi hafa nú auglýsa nýtt starf sameiginlegs félagsmálastjóra laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir 70% starfshlutfalli með möguleikum á viðbótarverkefnum hjá sveitarfélögunum. Lýst er eftir einstaklingi sem hefur áræðni og dug til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Þá á félagsmálastjóri að vinna náið með nýrri sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra. Meðal starfssviða er fagleg félagsleg ráðgjöf, yfirumsjón með málefnum fatlaðra, úrvinnsla umsókna um fjárhagslega aðstoð, skipulag félagsþjónustunnar og fleira.
Nánari upplýsingar um starfið má m.a. sjá á www.reykholar.is