03. desember. 2010 02:15
Líkt og undanfarin ár stendur Sundfélag Akraness fyrir Útvarpi Akraness. Útsending fer að þessu sinni fram í Mömmueldhúsi við Kirkjubraut og hófst hún í dag klukkan 13 og stendur fram til kl. 16 á sunnudaginn. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá; lestur, viðtöl, þætti, tónlist og ýmsa viðburði. Útvarpað er á FM 95.0 en einnig er hægt að hlusta á netinu á SLÓÐINNI HÉR.
Skoða dagskrá HÉR